Úrskurður nr. 50/2018
Söluhagnaður fyrnanlegra eigna
Frestun skattlagningar
Ríkisskattstjóri synjaði beiðni kæranda, sem var einkahlutafélag, um frestun á skattlagningu söluhagnaðar vegna sölu fasteignar um tvenn áramót þar sem ríkisskattstjóri taldi að greind fasteign gæti ekki talist fyrnanleg eign, enda hefði kærandi aflað fasteignarinnar með sölu í huga en ekki til nota í rekstri sínum. Þótt yfirskattanefnd féllist á með ríkisskattstjóra að tilgreiningar í ársreikningum kæranda bæru frekast með sér að fasteignin hefði verið byggð til endursölu þótti þó varhugavert að láta það atriði ráða úrslitum í málinu, m.a. þar sem skattskil kæranda báru ekki með sér að félagið hefði haft með höndum byggingu og sölu fasteigna. Þar sem ekki þótti ástæða til að vefengja að bygging fasteignarinnar hefði verið gerð með það fyrir augum að nýta fasteignina til öflunar tekna í rekstri kæranda, þ.e. með útleigu, var krafa kæranda tekin til greina.