Search
Close this search box.

Úrskurðir yfirskattanefndar

Úrskurður nr. 133/2018·        Fjársýsluskattur Álag vegna staðgreiðsluskila.  

Ríkisskattstjóri ákvarðaði kæranda álag (dráttarvexti) vegna síðbúinna skila á fjársýsluskatti árin 2015 og 2016. Vegna þeirrar viðbáru kæranda, að félaginu hefði ekki verið kunnugt um breytingar á skattskyldusviði fjársýsluskatts sem gerðar voru með lögum á árinu 2015, kom fram í úrskurði yfirskattanefndar að vanþekking á réttarreglum gæti almennt ekki talist gild ástæða til niðurfellingar álags. Fundið var að því í úrskurðinum að ríkisskattstjóri hefði vanrækt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda. Ekki var þó fallist á með kæranda að vegna skorts á leiðbeiningum ríkisskattstjóra hefði skattskilum kæranda verið tálmað með þeim hætti að gildar ástæður væru til niðurfellingar álags vegna tiltekinna greiðslutímabila árin 2015 og 2016. Var kröfum kæranda hafnað. 

Úrskurður nr. 136/2018

Mat fjárfestingareignaMálsmeðferð

Sú breyting ríkisskattstjóra á skattframtali einkahlutafélags, er laut að matsbreytingu vegna fjárfestingareigna, var ómerkt með því að ríkisskattstjóri gætti þess ekki að gefa félaginu kost á að koma á framfæri skýringum sínum varðandi umræddan lið. Var ekki talið að unnt hefði verið að slá því föstu án frekari upplýsingaöflunar að ákvæði 39. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga gæti ekki tekið til eigna kæranda að neinu leyti. 

        Úrskurður nr. 138/2018

Fyrning Fyrningarhlutfall Fjarskiptastrengir

Kærandi, sem var fjarskiptafyrirtæki, krafðist þess að við fyrningu fjarskiptastrengja í skattskilum félagsins yrði lögð til grundvallar lágmarksfyrning samvæmt b-lið 1. mgr. 5. tölul. 37. gr. laga nr. 90/2003. Ríkisskattstjóri taldi hins vegar að fella bæri strengina undir ákvæði d-liðar 1. mgr. 5. tölul. sömu lagagreinar sem raflínur, enda væri um að ræða eðlislík mannvirki. Í úrskurði yfirskattanefndar var bent á að samkvæmt ákvæðum 37. gr. laga nr. 90/2003 gætu tiltölulega eðlislík mannvirki ratað í sinn hvorn fyrningarflokkinn, væru þau notuð í ólíkum tilgangi. Þótti ríkisskattstjóri ekki hafa sýnt fram á að tilefni væri til að skýra hugtakið „raflínur“ svo rúmri skýringu að undir það féllu einnig fjarskiptastrengir. Þar sem fjarskiptastrengir væru ekki tilteknir í neinu öðru ákvæði 37. gr. yrði fallist á með kæranda að þeir yrðu taldir falla undir safnlið 10. tölul. b-liðar 1. mgr. 5. tölul. greinarinnar. Var krafa kæranda tekin til greina. 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur