Search
Close this search box.

Úrskurðir yfirskattanefndar 6083

Úrskurður nr. 152/2018 
Aðflutningsgjöld
Tollflokkun
JurtaolíaDeild var um tollflokkun hörfræolíu. Með hliðsjón af framleiðsluaðferð olíunnar, sem unnin var úr fræjum plöntu án efnafræðilegrar umbreytingar, var fallist á með tollstjóra að olían félli undir tollskrárnúmer 1515.1100 í tollskrá sem línolía og þættir hennar.

Úrskurður nr. 153/2018 
Stimpilgjald 
Gjaldskyldur aðili 
Undanþága frá gjaldskyldu

Kærandi í máli þessu var einkahlutafélag sem var undanþegið gjaldskyldu til stimpilgjalds á grundvelli sérlaga. Kærandi seldi systurfélagi sínu, X ehf., fasteignir á árinu 2018 og í kaupsamningum um eignirnar var kveðið á um að kæranda bæri að greiða gjöld af skjölum vegna þeirra, þar með talið stimpilgjald. Var deilt um það í málinu hvort undanþáguákvæði sérlaga vegna kæranda tæki til stimpilgjalds vegna viðskiptanna. Yfirskattanefnd benti á að eins og aðrar skattaívilnanir, sem kæranda væru veittar með fyrrgreindum sérlögum, væri undanþága laganna vegna stimpilgjalds bundin við kæranda og leysti ekki aðra aðila undan gjaldskyldu. Úrlausn málsins ylti þannig á því hvern telja bæri gjaldskyldan samkvæmt lögum um stimpilgjald vegna sölu fasteignanna, þ.e. kæranda sem seljanda eignanna eða X ehf. sem kaupanda þeirra. Talið var að skýra yrði ákvæði laga um stimpilgjald svo að sá aðili bæri ábyrgð á greiðslu gjaldsins er með skjali öðlaðist eignarráð að hinni yfirfærðu fasteign, þ.e. kaupandi fasteignar í venjulegum fasteignaviðskiptum. Var sú niðurstaða jafnframt talin fá ríkan stuðning af samanburði við ákvæði eldri laga um stimpilgjald. Var X ehf. því talið bera ábyrgð á greiðslu stimpilgjalds vegna viðskiptanna og gæti fyrrgreind undanþága sérlaga vegna kæranda ekki leyst X ehf. undan lögákveðinni gjaldskyldu. Var kröfum kæranda því hafnað.

Úrskurður nr. 154/2018 
Kílómetragjald 
Tímamörk endurákvörðunar

Ríkisskattstjóri endurákvarðaði kílómetragjald kæranda árin 2014-2017 þar sem gjaldið var vanreiknað greind ár vegna skekkju í álestrarskrá ríkisskattstjóra. Yfirskattanefnd taldi að heimild til endurákvörðunar kílómetragjalds næði til vanálagðs gjalds sem rekja mætti til slíkra mistaka í álagningu. Á hinn bóginn var talið að frestur ríkisskattstjóra til endurákvörðunar samkvæmt 3. mgr. 17. gr. laga nr. 87/2004 hefði verið liðinn vegna áranna 2014 og 2015, enda yrði kæranda ekki kennt um vanálagningu kílómetragjalds. Var endurákvörðun ríkisskattstjóra því felld úr gildi að hluta til.

Úrskurður nr. 155/2018 
Rekstrarkostnaður 
Vaxtagjöld 
Lán milli tengdra aðila

Kærandi, sem var einkahlutafélag, mótmælti þeirri ákvörðun ríkisskattstjóra að fella niður í skattskilum félagsins gjaldfærða vexti af skuld við eiganda félagsins, B. Ríkisskattstjóri byggði þá ákvörðun á því að samningar milli kæranda og B um lánveitingar B til félagsins fælu í raun í sér hlutafjárframlag B til kæranda, enda hefði orðið sú þróun í tímans rás að ítrekað hefði verið lengt í lánstíma þannig að ekki hefði komið til endurgreiðslu og engar greiðslur vaxta átt sér stað til B þrátt fyrir gjaldfærslu vaxtanna í skattskilum kæranda. Að virtum skýringum kæranda á ástæðum fyrir lengingu lánstíma, sem lutu að því að forsendur hefðu breyst varðandi getu kæranda til endurgreiðslu, taldi yfirskattanefnd að lánstími í heild sinni væri ekki með þeim hætti að skipt gæti sköpum í málinu. Þá taldi yfirskattanefnd ekki fara á milli mála að vextir af lánunum hefðu verið greiðslukræfir í hendi lánveitanda þótt svo hefði verið frá gengið að vaxtafjárhæðin skyldi jafnóðum endurlánuð kæranda. Ekkert yrði því lagt upp úr þeirri forsendu ríkisskattstjóra að ekki kæmi til skattlagningar vaxtatekna hjá B á sama tíma og kærandi nyti frádráttar vaxtagjalda. Þóttu hinar kærðu ákvarðanir ríkisskattstjóra ekki á nægum rökum reistar og voru þær því felldar niður.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur