Search
Close this search box.

Úrskurðir yfirskattanefndar v/tvísköttunarsamnings

Úrskurður nr. 107/2017Takmörkuð skattskylda

Tvísköttunarsamningur

Málsmeðferð

Kærandi í máli þessu, sem var búsettur í Svíþjóð, starfaði fyrir íslenskt félag, G ehf., og innti störfin af hendi í Bandaríkjunum. Laut kæruefni málsins að ákvörðun ríkisskattstjóra að telja kæranda bera takmarkaða skattskyldu hér á landi vegna launatekna frá G ehf. vegna verkefna kæranda í Bandaríkjunum. Kærandi hélt því fram að slíkri skattskyldu væri ekki fyrir að fara þar sem hann væri ekki búsettur hérlendis og störf hans í Bandaríkjunum verið vegna starfsemi G ehf. þar í landi. Yfirskattanefnd taldi úrslitaatriði fyrir niðurstöðu málsins að tryggilega væri leitt í ljós hvort og þá að hvaða marki launagreiðandi kæranda, G ehf., hefði rekið starfsemi í Bandaríkjunum og þá hvaða verkefnum kærandi hefði gegnt í því sambandi. Var talið verulega skorta á að ríkisskattstjóri hefði séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst að þessu leyti áður en hann tók ákvörðun í því, m.a. þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvernig starfi kæranda í Bandaríkjunum hefði verið háttað og launagreiðslum hans vegna starfa þar. Þá þótti sú forsenda ríkisskattstjóra, að umræddar tekjur kæranda hefðu ekki sætt skattlagningu í Bandaríkjunum, ekki fá staðist auk þess sem rökstuðningur embættisins var að öðru leyti talinn ófullnægjandi. Vegna þessara annmarka á málsmeðferð ríkisskattstjóra var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir ríkisskattstjóra að taka málið til meðferðar og uppkvaðningar kæruúrskurðar að nýju. 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur