Search
Close this search box.

Úrskurður yfirskattanefndar – skipting hlutafélaga

Reifun:

Úrskurður nr. 92/2017 
Skattrannsókn
Skipting hlutafélaga
Óvenjuleg skipti í fjármálum
Tímamörk endurákvörðunar
Álag Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf á árinu 2011 rannsókn á skattskilum A hf. er beindist einkum að tengslum A hf. við erlend félög og hvort hluthafar A hf. hefðu notið afraksturs af rekstri félaganna og borið ábyrgð á skattskilum þeirra hér á landi. Áður en rannsókninni lauk eða á árinu 2013 framsendi ríkisskattstjóri skattrannsóknarstjóra ríkisins mál A hf. er beindist að skiptingu A hf. á árinu 2007 og ríkisskattstjóri hafði haft til athugunar. Með kæru til yfirskattanefndar krafðist A hf. ógildingar á endurákvörðun ríkisskattstjóra, sem fram fór í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra og laut að skiptingu A hf., á þeim grundvelli að sérregla í 3. mgr. 97. gr. laga nr. 90/2003 um tímafrest til endurákvörðunar gæti ekki átt við í tilviki A hf. þar sem álitaefni varðandi skiptingu félagsins hefðu ekki gefið neitt tilefni til skattrannsóknar, enda hefði niðurstaða skattrannsóknarstjóra í því sambandi verið sú sama og ríkisskattstjóri hefði lagt upp með við framsendingu málsins. Yfirskattanefnd taldi vera til styrktar bæði ákvörðun ríkisskattstjóra um framsendingu málsins og ákvörðun skattrannsóknarstjóra um að taka þennan þátt skattskila A hf. til rannsóknar að fjárhagslegir hagsmunir af niðurstöðu málsins hefðu verið óvenjulega miklir. Þá hefði framsending málsins verið til þess fallin að málið hlyti ítarlegri umfjöllun og meðferð en ella og þannig lagður traustari grundvöllur að hugsanlegri endurákvörðun. Þá þóttu ekki efni til að ætla að sú staðreynd, að tímafrestur ríkisskattstjóra til endurákvörðunar vegna málsins rann út í árslok 2013, hefði átt þátt í ákvörðun ríkisskattstjóra um framsendingu málsins. Var því talið að skattrannsóknin hefði verið innan valdheimilda skattrannsóknarstjóra ríkisins. Var kröfum A hf. hafnað að öðru leyti en því að 25% álag var fellt niður m.a. með vísan til skattframkvæmdar í hliðstæðum málum hvað álagsbeitingu varðaði 

http://www.yskn.is/urskurdir/#5761

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur