Search
Close this search box.

Úrskurður Ysn, v/húsaleigutekjur

Úrskurður nr. 15/2018 
Teknategund 
Húsaleigutekjur 
Álag 

Í máli þessu var deilt um það hvort telja bæri tekjur kæranda af útleigu hluta íbúðarhúsnæðis síns til ferðamanna árin 2014 og 2015 til tekna af atvinnurekstri, svo sem ríkisskattstjóri taldi, eða til fjármagnstekna (eignatekna) utan rekstrar, eins og kærandi hélt fram. Í úrskurði yfirskattanefndar kom fram að þágildandi ákvæði 3. málsl. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003 væri fortakslaust um það að útleiga manns á íbúðarhúsnæði teldist ekki atvinnurekstur nema heildarfyrningargrunnur húsnæðisins næði þargreindum mörkum. Með vísan til þess og þar sem leggja yrði til grundvallar úrlausn málsins að heildarfyrningargrunnur íbúðarhúsnæðis í eigu kæranda væri undir fjárhæðarmörkum ákvæðisins var fallist á kröfu kæranda um að tekjurnar yrðu skattlagðar sem fjármagnstekjur. Var m.a. tekið fram, vegna sjónarmiða í úrskurði ríkisskattstjóra, að athugasemdir um skattalega meðferð leigutekna í frumvarpi til laga nr. 125/2015, en þau lög öðluðust gildi eftir að atvik málsins áttu sér stað, hefðu ekki þýðingu í ljósi afdráttarlauss orðalags 3. málsl. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003. Voru hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra felldar úr gildi, þar með talið ákvarðanir hans er lutu að reiknuðu endurgjaldi, virðisaukaskatti og gistináttaskatti. Á hinn bóginn var kröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vantalinna leigutekna hafnað. 

http://yskn.is/urskurdir/#5901

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur