Utanríkisráðuneytið – Sameinuðu þjóðirnar
Kynning á umsóknarferli hjá Sameinuðu þjóðunum:
Mánudaginn 16. apríl kl. 14:00-17:00 og þriðjudaginn 17. apríl kl.14:00-17:00 munu tveir fulltrúar mannauðsskrifstofu SÞ í New York kynna fyrir áhugasömum langt og umfangsmikið umsóknarferli fyrir stöður hjá alþjóðastarfsliði SÞ. Kynningarfundirnir verða haldnir í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25.
Áhugasamir geta skráð sig fyrir 12. apríl með tölvupósti á póstfangið [email protected]“>[email protected] með upplýsingum um nafn auk menntunar og ósk um hvor fundurinn verður sóttur.
Hvor fundur stendur í þrjár klukkustundir og fara fulltrúarnir í gegnum gerð ferilskrár, útfyllingu umsókareyðublaða, tilhögun atvinnuviðtala og sitja fyrir svörum. Sótt er um störf hjá SÞ á heimasíðunni careers.un.org.
Almenn skilyrði til umsókna hjá SÞ eru háskólamenntun, helst meistarapróf. Enska og franska eru opinber tungumál SÞ og er krafist þess að umsækjendur tali annað hvort tungumálið reiprennandi.
Tungumálaþekking í öðrum tungumálum er kostur.
Með kveðju/Best regards
Emil Breki Hreggviðsson
Utanríkisráðuneytið
Director, Department of International Affairs Ministry for Foreign Affairs [email protected]“>[email protected]