Search
Close this search box.

Útborgun þann 1.maí. Barnabætur.

Útborgun þann 1.maí. Barnabætur.

Fyrirframgreiðsla barnabóta kemur til útborgunar á morgun.
Fyrirframgreiðslan nemur 25% af áætluðum barnabótum ársins

Reglur um barnabætur 2012 vegna ársins 2011

Almennt
Barnabætur eru reiknaðar í fyrsta skipti vegna barns í álagningu árið eftir að það fæðist og í síðasta skipti í álagningu á því ári sem 18 ára aldri er náð. Barnabætur eru tekjutengdar og ákvarðaðar samkvæmt skattframtali og greiddar eftirá. Vegna barna yngri en sjö ára eru greiddar til viðbótar barnabætur sem jafnframt eru tekjutengdar.
Við ákvörðun barnabóta 2012 er miðað við fjölskyldustöðu eins og hún er í Þjóðskrá 31. desember 2011 og er þeim sem hefur barnið hjá sér í árslok
2011 ákvarðaðar barnabæturnar.

Óskertar barnabætur hjóna eru:

Með fyrsta barni
kr.
152.331
Með hverju barni umfram eitt
kr.
181.323
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára**
kr.
61.191
Óskertar barnabætur einstæðra foreldra:

Með fyrsta barni
kr.
253.716
Með hverju barni umfram eitt
kr.
260.262
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára**
kr.
61.191

** Þessi hluti barnabótanna er einnig tekjutengdur.
Hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing vegna tekna af samanlögðum
tekjustofni* umfram kr. 3.600.000 og hjá einstæðu foreldri af tekjustofni umfram kr. 1.800.000. Sé um að ræða eitt barn skerðast barnabætur um 3% af tekjum umfram þessi mörk, ef börnin eru tvö um 5% og ef börnin eru þrjú eða fleiri um 7%.
Skerðing viðbótar vegna barna yngri en 7 ára er 3% með hverju barni.
* Tekjustofn til útreiknings barnabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru hér meðtaldar. Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum.
Flutningur milli landa
Hjá þeim sem ekki eru búsettir á Íslandi allt árið eru barnabætur hlutfallaðar samkvæmt dvalartíma á Íslandi. Þetta á þó ekki við um þá sem fara utan til náms á háskólastigi og halda skattalegri heimilisfesti á Íslandi, þeir eiga rétt á barnabótum hér á landi að því marki sem þær eru hærri en fengnar barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis frá.
Reiknivél
Hér er að finna reiknivél en með því að skrá inn tekjustofn, fjölskyldustöðu, fjölda barna og tekjuár er hægt að reikna út barnabætur.
Fyrirframgreiðsla barnabóta
Fyrirframgreiðslan nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Við ákvörðun á fyrirframgreiðslu er tekið mið af upplýsingum úr staðgreiðsluskrá um launatekjur framfæranda. Við uppgjör í ágúst er fyrirframgreiðslan dregin frá barnabótum eins og þær eru ákvarðaðar í álagningu. Eftirstöðvar eru greiddar út með tveimur jöfnum greiðslum 1. ágúst og 1. nóvember.
Barnabætur hjóna
Við álagningu skiptast barnabætur jafnt á milli hjóna og sama gildir um áætlaða fyrirframgreiðslu. Eigi hjón ekki sama lögheimili, vegna tímabundinnar dvalar annars hjóna erlendis, greiðast barnabæturnar til þess foreldris sem barnið er skráð hjá enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja. Sömu reglur gilda um pör í staðfestri samvist sem hafa barn á framfæri.
Barnabætur sambúðarfólks
Barnabætur sambúðarfólks sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun í lok tekjuársins skiptast á milli þeirra eins og hjá hjónum hvort sem þau óska samsköttunar eða ekki. Við ákvörðun á fjárhæð bótanna er miðað við samanlagðar tekjur samkvæmt skattframtölum beggja. Skilyrði fyrir samsköttun er að sambúð karls og konu hafi verið skráð í Þjóðskrá, enda eigi þau barn saman eða eigi von á barni saman eða að sambúðin hafi verið skráð samfellt í eitt ár hið minnsta. Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
Barnabætur einstæðra foreldra
Einstætt foreldri fær greiddar óskiptar barnabætur með barni sem það hefur á framfæri. Með einstæðu foreldri er átt við þá sem hafa barn sitt hjá sér og einir annast framfærslu þess. Það foreldrið sem ekki hefur barnið hjá sér, en greiðir meðlag, fær ekki greiddar barnabætur. Í Þjóðskrá er engin sérmerking fyrir einstæða foreldra. Til að staðfesta að framteljandi sé einstætt foreldri þarf hann að merkja í þar til gerðan reit á skattframtali.
Sameiginlegt forræði
Barnabætur fær sá sem hefur barnið hjá sér og annast framfærslu þess.
Sameiginlegt forræði hefur ekki áhrif þar á. Hafi foreldrar sameiginlegt forræði fær það foreldri barnabæturnar sem barnið á lögheimili hjá.
Barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis frá Þeir sem dvelja erlendis en eiga lögheimili hér á landi geta átt rétt á barnabótum, þó einungis að því marki sem barnabætur hér á landi eru hærri en barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis frá. Þetta gildir einnig um námsmenn sem stunda nám erlendis og halda skattalegu heimili hér á landi.
Barnabætur í EES ríkjum
Íslendingar sem starfa í ríki á evrópska efnahagssvæðinu og hafa á framfæri barn sem heimilisfast er hér á landi, geta átt rétt á barnabótum í atvinnuríkinu.
Með börnum sem ekki eru heimilisföst hér á landi en eru á framfæri manna sem eru ríkisborgarar í landi innan evrópska efnahagssvæðisins, en starfa hér á landi og bera hér fulla skattskyldu, geta átt rétt á barnbótum hér á landi.
Ef um hjón er að ræða sem starfa í sitt hvoru ríkinu á EES svæðinu er reglan sú það það ríkið þar sem megin teknanna er aflað greiðir barnabæturnar. Séu þær barnabætur lægri en hefðu fengist greiddar í hinu ríkinu greiðir það ríki mismuninn sem á vantar.
Ekki skattskyldar tekjur
Barnabætur eru ekki skattskyldar tekjur og ekki þarf að gera grein fyrir þeim á skattframtali.
Kærur
Ákvörðun barnabóta er kæranleg eftir sömu reglum og gilda um opinber gjöld. Kærufrestur er auglýstur að lokinni álagningu opinberra gjalda.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur