Search
Close this search box.

Útborgun þann 1.maí: Sérstök vaxtaniðurgreiðsla

Útborgun þann 1.maí: Sérstök vaxtaniðurgreiðsla..Fróðleikur þar um

Sérstök vaxtaniðurgreiðsla
Til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur verður greidd sérstök niðurgreiðsla vaxta við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012.
Ákvörðun á niðurgreiðslunni mun liggja fyrir við álagningu 1. ágúst, en 1.
maí verður helmingur áætlaðrar niðurgreiðslu greiddur fyrirfram. Við útreikning á fyrirframgreiðslunni 1. maí 2012 verður höfð hliðsjón af skattframtali 2012 og fyrirliggjandi upplýsingum um tekjur, eignir og skuldir.
Forsendur fyrir ákvörðun sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu Vaxtaniðurgreiðslan er 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok 2010 og 2011 samkvæmt skattframtölum 2011 og 2012.
Vaxtaniðurgreiðslan getur að hámarki orðið 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðu foreldri.
Hámark sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu hjá þeim sem bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma þeirra á landinu á viðmiðunarárinu.
Vaxtaniðurgreiðsla að viðbættum vaxtabótum getur ekki orðið hærri en vaxtagjöld viðmiðunarársins vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota.
Hjá þeim sem selt hafa íbúðarhúsnæði á viðmiðunarárinu og ekki keypt annað í staðinn er miðað við eftirstöðvar skulda á söludegi, sbr. reit 41 (kafli
5.3) í skattframtali.
Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu verða útreikningar miðaðir við skuldastöðu eins og hún var fyrir brottflutning.
Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd, en skerðist miðað við hreina eign (eignir að frádregnum skuldum). Skerðing hjá einstaklingi byrjar við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr.
Skerðing hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum byrjar við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr.
Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi, 1. maí og við álagningu 1.
ágúst. Ekki er greitt fyrirfram til þeirra sem annað hvort hafa flutt til eða frá landinu á viðmiðunarári.
Um rétt til sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu er fjallað í ákvæði til bráðabirgða XLII. í lögum nr. 90/2003 og einnig gilda að öðru leyti ákvæði um vaxtabætur, eftir því sem við á (ákvæði B-liðar 68. gr. laga nr.
90/2003, um tekjuskatt).
Sérstök vaxtaniðurgreiðsla telst ekki til skattskyldra tekna þess sem hana fær.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur