Search
Close this search box.

Veitingahúsa-og viðspyrnustyrkir renna út 30. júní

Vil vekja athygli á því að umsóknarfrestur um s.k. veitingahúsastyrki og viðspyrnustyrki rennur út 30. júní n.k. Miðað við stöðuna í dag þá eru þeir styrkir og annað það sem Skattinum var falin framkvæmd á í tengslum við ráðstafanir stjórnvalda vegna COVID-19 að renna sitt skeið.

Auglýst verður í dagblöðum að frestur sé að renna út og eins og jafnan sett frétt á vef Skattsins um sama efni. Við lauslega athugun sýnast fréttir á vef Skattsins sem tengjast ráðstöfunum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins sem snúið hafa að rekstraraðilum vera á milli 50 og 60 frá því að sú fyrsta birtist 13. mars 2020.

Til fróðleiks má geta þess að miðað við stöðuna í morgun, miðvikudaginn 15. júní, hafa 11.639 umsóknir verið afgreiddar um viðspyrnustyrk samtals að fjárhæð 10.938.300.399 kr. (ein umsókn er fyrir hvern almanaksmánuð). Á sama tímamarki hafa verið afgreiddar 342 umsóknir um veitingahúsastyrk að fjárhæð 669.204.974 kr. (ein umsókn fyrir hvern almanaksmánuð). Mjög fáar umsóknir eru nú óafgreiddar.

Að óbreyttu verður þetta síðasti póstur af þessu tagi til hagsmunaaðila – en þeir eru orðnir þó nokkuð margir á þeim rúmu tveimur árum sem um ræðir. Vonandi hafa þeir komið að einhverju gagni.

Kveðja / Regards

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur