Search
Close this search box.

Velkomin á nýju vefsíðuna okkar!

Eins og þið sjáið erum við komin með glænýja vefsíðu. Það verður margt nýtt í boði og um að gera að skoða sig um.

Meðal þeirra nýjunga sem síðan býður upp á er innskráning félagsmanna og geta þeir nú skráð sig inn á lokað svæði þar sem persónulegar upplýsingar eru aðgengilegar eins og símanúmer og heimilisfang. Félagsmenn geta því breytt þeim upplýsingum sjálfir ef svo ber undir og eru ekki lengur háðir vefstjóranum um þess háttar. Einnig geta félagsmenn skoðað endurmenntunarpunktastöðu sína.

Önnur nýjung er spjallið, en þar geta félagsmenn rætt saman um heima og geima og e.t.v. eitthvað bókhaldstengd 🙂 Spjallið verður vonandi einskonar þekkingarbanki sem hægt verður að leita í og líka bara skemmtilegur samskiptavettvangur fyrir félagsmenn.

Fyrir þá sem ekki eru í félaginu en skoða síðuna okkar bara fyrir forvitnissakir, er líka ýmislegt nýtt. Þeir geta skráð sig á póstlista (sem er auðvitað líka aðgengilegur félagsmönnum) og svo geta þeir fyllt út rafrænt umsóknarform þar sem þeir geta óskað eftir félagsaðild.

Þess ber að geta að bæði persónuupplýsingar og spjallið eru aðeins aðgengilegar eftir innskráningu. Á næstu dögum munu flestir félagsmenn fá tölvupóst þar sem fram kemur notandanafn og lykilorð. Þessum aðgangsorðum er hægt að breyta. Sumir munu ekki fá neinn póst og er það líklega vegna þess að félagið er ekki með nýjustu upplýsingar um viðkomandi og biðjum við þá um að senda póst á [email protected] og óska eftir aðgangsorðum. Einnig væri gott ef þið mynduð til öryggis skoða upplýsingarnar um ykkur í félagaskránni og lagfæra þær sem eru rangar, jafnvel þótt þið hafið þegar sent inn tilkynningu um breyttar upplýsingar. Tilkynning verður sett inn á fréttasíðuna þegar búið verður að senda út öll aðgangsorð.

Félagsmenn verða allir settir á póstlista félagsins við skráningu og að sjálfsögðu verður boðið upp á að afskrá sig af þeim póstlista.

Vonandi fellur ykkur nýja síðan vel og ekki vera feimin við að tjá ykkur um það sem ykkur finnst að betur mætti fara. Allar athugasemdir eru vel þegnar.

 

Vefstjóri

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur