Þessi síða birtist eftir að þú hefur skráð þig inn á síðu Félags viðurkenndra bókara (www.fvb.is) í fyrsta sinn.
Vefsíðunni er fyrst og fremst ætlað að vera upplýsingaveita fyrir félagsmenn. Nýjustu upplýsingar frá RSK er varða félagsmenn eru reglulega settar á fréttasíðuna sem og fréttir af félagsstarfinu. Allir félagsmenn eru skráðir á póstlista félagsins við inngöngu í félagið og eru fréttabréf send út m.a. til að minna á mikilvægar fréttir og tilkynningar á síðunni og til að auglýsa væntanlega félagsviðburði. Þannig er reynt að halda öllum félagsmönnum eins upplýstum og hægt er.
Það sem má einnig finna á síðunni eru t.d. smáauglýsingar þar sem félagsmenn geta auglýst vinnu sína og svo geta fyrirtæki, sem leita að bókurum, líka auglýst laus störf. Einnig er þar að finna lög félagsins og listi yfir stjórnar- og nefndarmenn, upplýsingar um endurmenntun félagsmanna, félagaskrá, myndir úr félagsstarfinu, viðburðaskráning og margt fleira.
Félagsmenn geta skráð sig inn á lokað svæði og geta þar m.a. skoðað stöðu á endurmenntunareiningum sínum, niðurstöður úr launakönnunum ofl.
Þar er einnig hægt að breyta persónuupplýsingum sínum eins og t.d. heimilisfangi og netfangi, breyta notandanafni og lykilorði, skrá smáauglýsingu og svo er hægt að skrá greiðanda félagsgjalda ef það er annar en félagsmaðurinn sjálfur.
Það er von félagsins að þú getir nýtt þér vefsíðuna en allar athugasemdir eru vel þegnar. Ef þig vantar hjálp við t.d. innskráningu þá eru leiðbeiningar undir Hjálp í valmyndinni.