Ráðstefna FVB Föstudaginn 21. Nóvember 2025.
Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara verður haldin föstudaginn 21. nóvember á Grand Hótel – Gullteigi kl. 8.30 auglýst dagskrá til kl 15.00. 15.00 – 17.00 Tengslamyndun og spjall á barnum frammi. Tilboð á barnum fyrir þá sem vilja.
Húsið opnar kl. 7.30 fyrir innskráningu og framreiddur morgunverður.
Á dagskránni verður meðal annars:
Húsið opnar kl. 7.30 og framreiddur morgunverður til kl. 8.30
Kl. 8.30 Formaður setur ráðstefnuna.
Guðbjörg frá Deloitte kemur og fer yfir m.a: frádráttarbæran rekstrarkostnað vs. ófrádráttarbæran kostnað. Eignfærslur vs. gjaldfærslur ofl
Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingarmiðlun kemur og verður með skemmtilegan og uppbyggilegan fyrirlestur, eins og honum er lagið.
Vala Valtýrsdóttir Lögmaður verður með okkur. Efni auglýst síðar.
Gervigreind: GhatGPT, Copilot: Hvernig getur þessi tækni nýst okkur í starfi og daglegu lífi. Spennandi fyrirlestur.
Fyrir hádegishlé verðum við með happadrætti – og jafnvel fleira óvænt. Glæsilegir vinningar.
Fleiri atriði eru á lokametrunum að verða staðfest og við munum senda aðra auglýsingu þar sem full dagskrá verður auglýst ásamt nákvæmum tímasetningum.
Hádegishlaðborð: Hið rómaða jólahlaðborð Grand hótels
Kl. 15.00 Formlegri dagskrá slitið en við hvetjum alla til að koma og vera með okkur áfram í tengslamyndun og spjalli á barnum frá kl. 15.00 – 17.00 Tilboð á barnum.
Verð fyrir félagsmenn er kr. 21.900.- utan félagsmenn greiða kr. 26.900.-
Innifalið morgunverður, glæsilegt jólahlaðborð í hádegi, og kaffi allan daginn
Skráning er á vef FVB til og með þriðjudagsins 18. nóvember. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.
Viljum benda félagsfólki okkar á að félagsmenn njóta sérstakra kjara hjá Grand Hótel fyrir þá sem vilja koma utan af landi og eiga skemmtilegan dag með okkur.
Fræðslunefndin