Viðspyrnustyrkir

Sæl veriði.

Vek athygli á því að með lögum lögum nr. 37/2021 voru gerðar breytingar á lögum nr. 160/2020, um viðspyrnustyrki.

 

Helstu breytingar voru þessar:

·         Styrktímabil var framlengt þannig að það nær nú frá 1. nóvember 2020 til og með nóvember 2021.

·         Tekjufall þarf nú að hafa verið a.m.k. 40% (í stað 60% áður).

·         Ef tekjufall var á bilinu 40-60% þá er hámark styrks 300.000 kr. á hvert stöðugildi í mánuðinum og ekki hærra en 1,5 milljónir í heild, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Alveg sömu útreikningsreglur gilda og áður, sbr. leiðbeiningar þar um á vef Skattsins.   

·         Umsóknarfrestur var framlengdur og er nú til og með 31. desember 2021. Gildir það um allt umsóknartímabilið, þ.e. frá og með nóvember 2020 til og með nóvember 2021.

 

Búið er að gera breytingar á umsókn um viðspyrnustyrki og er nú hægt að sækja um fyrir þá sem orðið hafa fyrir 40-60% tekjufalli frá nóvember 2020, samkvæmt þeim reglum sem um þetta gilda, en áður þurfti tekjufall að vera a.m.k. 60% milli tilgreindra tímabila.

 

Eins og áður er sótt um á þjónustuvef Skattsins. Ef umsækjandi er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu.

 

 

Kveðja / Regards

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur