Search
Close this search box.

Viðurkenndir bókarar – grein

Ein af forsendum fyrir góðum rekstri fyrirtækja er að stjórnendur hafi góðan aðgang að nýjum og vel framsettum upplýsingum um reksturinn.  Með þróun upplýsingakerfa á síðustu árum  hafa möguleikar aukist  til þess að nýta upplýsingar úr bókhaldsgögnum sem stýritæki við rekstur fyrirtækja.   Bókhaldsdeildir fyrirtækja þurfa að  vera vel skipulagðar fyrir  úrvinnslu bókhaldsgagna. Uppbygging bókhaldskerfis þarf að taka mið af þeim upplýsingum sem gagnast stjórnendum best við reksturinn.  Viðurkenndir bókarar eru ný starfsstétt sem staðist hefur próf frá Háskólanum í Reykjavík.  Krafan sem gerð er til bókara einskorðast ekki  lengur við skrásetningu upplýsinga heldur er mikilvægt að þeir geti útvegað  stjórnendum þau gögn  sem nauðsynleg eru  við áætlanagerð og kostnaðargreiningu.

Með aukinni þátttöku almennings í rekstri fyrirtækja hefur markaðurinn og löggjafinn kallað eftir samræmdari og skilvirkari reikningsskilum.  Lögin um bókhald og ársreikninga hafa verið hert það mikið á undanförnum árum að í dag eru þau að hluta tengd hegningarlögum (sjá 83. gr. laga nr. 144 frá 1994/Lög um ársreikninga).  Vegna kröfu um samræmdari og skilvirkari reikningsskil verður enn nauðsynlegra fyrir fyrirtæki að standa rétt að bókhaldi.  Vel má ímynda sér að víða sé pottur brotinn í þessum efnum.  Ljóst er að mörg fyrirtæki geta nýtt sér betur þær upplýsingar sem vel skipulagt bókhald getur veitt.

Vinnsla upplýsinga úr bókhaldsgögnum er í höndum bókara og gjaldkera hjá flestum fyrirtækjum.  Mikilvægt er að eftirtaldir  þættir í bókhaldi fyrirtækja  séu í lagi;
· Upplýsingar séu ávallt sem nýjastar.
· Kostnaðargreining gefi rétta mynd af rekstrinum.
· Afstemmingar séu unnar reglulega og með skipulögðum hætti.
· Val og notkun hugbúnaðar fari saman við þarfir og bolmagn fyrirtækisins til fjárfestingar.
· Uppsetning og ferli bókhalds sé í samræmi við þær niðurstöður sem rekstraraðili vill skoða.
· Gerðar séu fjárhagsáætlanir með reglulegum hætti.

Símennt HR býður réttindanám fyrir bókara á háskólastigi í samvinnu við fjármálaráðuneytið.  Námið  skiptist í þrjá hluta; reikningshald, skattskil og upplýsingakerfi og er kennt á haustönn, frá september til desember. Þeir nemendur sem standast prófin fá staðfestingu frá fjármálaráðuneytinu á að þeir séu viðurkenndir bókarar, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Námið er þríþætt:
1. hluti er upplýsingamiðlun og upplýsingakerfi (24 klst.)  Markmið þess hluta námsins er að æfa nemendur í að beita ákveðnum vinnubrögðum við uppgjör sem bæði stytta tíma sem fer í verkefni og auka nýtingu þeirra verkfæra sem standa til boða á vinnustöðum.  Þar má t.d. nefna flutning gagna milli kerfa, notkun Excel við uppgjör og tenging þess við bókhaldskerfi ásamt rafrænum skilum skattframtala.

2.  hluti er skattskil (40 klst).
Markmið þess hluta er að nemendur fái almenna innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. Auk þess er lögð áhersla á að bæta þekkingu nemenda á upplýsingaskyldu og verklagi varðandi virðisaukaskatt og aðra vörsluskatta.

3.  hluti er reikningshald (40 klst. )
Markmið  þess hluta er meðal annars að þjálfa nemendur í öllum  meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil eru byggð á.  Nemendur læra  gerð ársreikninga, farið er yfir refsingar og viðurlög við brotum á lögum um bókhald og ársreikninga. Kynnt er hlutverk og tilgangur félagaskrár, mat á verðmæti viðskiptakrafna, birgðamatsaðferðir, mat fastafjármuna, svo eitthvað sé nefnt.
Eins og sjá má af ofantöldu er námið margþætt og kemur inn á alla þætti bókhalds og reikningsskila.  Það er því augljóst að námið stuðlar að því að gera þátttakendur víðsýnni og verðmætari starfskrafta ásamt því að þeir öðlast hæfni til að nýta upplýsingatækni við störf sín.
Félag viðurkenndra bókara var stofnað þann 26. janúar 2002.  Tilgangur félagsins er m.a. að stuðla að endurmenntun og auka faglega þekkingu félagsmanna ásamt því að vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína og opinbera aðila og aðra er byggja á störfum þeirra.  Þeir sem tilheyra Fvb þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur um endurmenntun sem er mjög mikilvæg í starfi bókara.  Stöðugt er verið að breyta lögum og nú er verið að innleiða alþjóðlega reikningsskilastaðla og kröfur enn að aukast um kunnáttu fagfólks í gerð reikningsskila.
Það er því mikilvægt að stjórnendur vandi vel til valsins þegar kemur að ráðningu bókara fyrirtækisins.  Vel menntaður aðili á því sviði getur beitt góðum og vönduðum vinnubrögðum í starfi.
Gyða Hafdís Margeirsdóttir,
Varaformaður stjórnar Félags viðurkenndra bókara.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur