Promens hf. óskar eftir að ráða viðurkenndann bókara í 50% starf. Starfið felst m.a. í umsjón með bókhaldi, afstemmingum og vinnu tengdri uppgjörum og skattskilum aðalskrifstofu Promens á Íslandi.
Um er að ræða krefjandi starf í ört vaxandi alþjóðlegu fyrirtæki. Umtalsverð reynsla af ofanskráðu er því skilyrði auk þekkingar á Navision og góðrar ensku kunnáttu. Promens er alþjóðlegt fyrirtæki með yfir 60 plastverksmiðjur og 6000 starfsmenn í 20 löndum. Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf í góðum og samhentum starfsmannahóp. Áhugasamir sendi inn umsókn ásamt ferilskrá á netfangið [email protected]