Námskeið fræðslunefndar þriðjudaginn 28. maí 2024
Vinnustofa/Námskeið TEAMS
Námskeiðið verður haldið í tölvustofu hjá Promennt, Skeifunni 11b eða í fjarkennslu á TEAMS.
Efni námskeiðs:
Á þessu námskeiði ætlum við að kanna möguleika Teams og hvort við getum notað þá við samskipti við viðskiptavini og einföldun vinnuferla.
Farið verður yfir hvernig Teams getur nýst við gagnasöfnun og deilingu á skjölum milli bókara og viðskiptavina þeirra.
Einnig förum við yfir hvernig og hvar skjölin sem við erum að vinna með geymast.
Einnig skoðum við hvernig við getum notað Planner í Teams til skipulagningar
Hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja nýta sér TEAMS, mælt er með að vera með Teams opið þannig að hægt sé að kanna möguleika þess á meðan á námskeiði stendur.
Kennari: Ingibjörg Eiríksdóttir, kennari hjá Promennt og viðurkenndur bókari.
Staður og stund: Promennt, Skeifan 11b eða fjarkennsla á TEAMS (linkur sendur á þátttakendur) Þriðjudagurinn 28. maí kl. 09.00 – 11.00
Verð fyrir félagsmenn kr. 6.900. – Fyrir fólk utan félags kr. 8.900.-
ATH. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta
Skráning er á vef FVB til og með mánudeginum 27. maí.
ATH: afskráning þarf að berast a.m.k. 3 dögum fyrir námskeiðið.
Sætafjöldi takmarkaður við kennslustofu. Ekkki missa af þessu!
Fræðslunefndin