VIRTUSSKÓLINN
DK og Excel
(Uppgjör og skjöl)
VIRTUSSKÓLINN kynnir fyrirhuguð námskeið í gerð ársreikninga, milliuppgjöra og áætlana þar sem upplýsingar eru sóttar í Excelskjöl beint úr DK.
Lýsing:
Hægt er að tengja Excel og DK saman þannig að með einfaldri aðgerð er hægt að uppfæra Excel skjöl með nýjum upplýsingum úr DK. Hægt er að taka út allar upplýsingar, en á þessu námskeiði verður einblínt á gerð ársreikninga, milliuppgöra auk þess sem farið verður inn á áætlanagerð.
Á námskeiðinu verður þátttakendum sýnt hvernig hægt er að vinna með þessar tengingar og fá þátttakendur ársuppgjör á excel formi. Þátttakendur eiga að vera færir um að stilla upp ársuppgjöri og skila inn til skattayfirvalda eða til þess að senda áfram á skoðunarmann / endurskoðanda og spara þannig aðkeypta vinnu og kostnað.
Hverjir:
Starfsmenn bókhaldsstofa, fjármálastjórar, aðalbókarar, bókarar, framkvæmdastjórar og aðrir sem nota DK hugbúnað í rekstri fyrirtækja eða félagasamtaka.
Fimmtudagur 13. mars
1) Almennt um gerð ársuppgjörs, lög og reglur, skilaskyldu, tengingu við bókhaldslykil og DK.
2) DK tenging við Excel, uppsetning og undirbúningur.
Fimmtudagur 20. mars
1) DK / Excel ársuppgjör
2) DK / Excel milliuppgjör
3) Kynning á DK / Excel áætlunum
HVAR:
Námskeiðið verður haldið í Skipholti 50d 2. hæð, boðið verður upp á léttar veitingar.
Hvenær:
Fimmtudaginn 13. mars frá 09:00 – 12:00 og Fimmtudaginn 20. mars frá 09:00 – 12:00
Leiðbeinendur:
Þorkell Guðjónsson Fyrirtækjaráðgjöf [email protected]
Jóhannes Ingvarsson Bókhald og ráðgjöf [email protected]
Skráning og verð:
Skráning fer fram á heimasíðu VIRTUS og er verð á þátttakanda kr. 35.000,- Veittur er 20% afsláttur ef fleiri en einn koma frá sama fyrirtæki.
Fyrirspurnir og nánari upplýsingar: Atli Rafn Viðarsson – [email protected]