HugurAx býður meðlimum í félagi viðurkenndra bókara í heimsókn fimmtudaginn 22 nóvember, frá kl 17 til kl 19.
Félagar eru beðnir um að skrá sig sem fyrst og í síðata lagi 19.nóvemer á netfangið [email protected]
HugurAx er flutt í stórglæsilegt húsnæði að Guðríðarstíg 2-4 Reykjavík og er ætlunin að sýna húsnæðið, kynna fyrirtækið og tvær vörur þess sérstaklega; TOK og Ópusallt. Báðar þessar vörur, TOK og OpusAllt hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum, þá má helst nefna TOK í windows viðmóti og Ópusallt í .net umhverfi. Við ætlum að sýna kerfið og gefa fólki tækifæri á að skoða kerfin nánar.
Í síðustu viku var TOK 2008 gefinn út. TOK 2008 inniheldur margskonar nýjungar og endurbætur á kerfinu, meðal annars “bankinn í bókhaldskerfinu” ( Iceland Online Banking), kassakerfi og verkbókhald er komið út í Windows viðmóti, myndræn framsetning gagna, pfd prentun, vefhjálp og margt fleira. Um nokkuð skeið hefur verið unnið að því að bæta inn í TOK viðamikilli vefhjálp sem gerir notendum kleift að sækja sér aðstoð þar sem þeir eru staddir í kerfinu hverju sinni