Maí námskeið hjá fræðslunefnd FVB 2018
Work shop Word og Outlook
ATH. námskeiðin verða send út með skype eins og áður fyrir landsbyggðina.
Námskeiðin verða haldin í Promennt Skeifunni 11b í tölvuveri.
Námskeið 1, morgunnámskeið: Fimmtudagurinn 17. maí kl. 9.00-12.00 og föstudagurinn 18. mai kl. 9.00-12.00.
Námskeið 2, Síðdegisnámskeið: Þriðjudagurinn 22. mai kl. 13.00-16.00 og miðvikudagurinn 23. mai frá kl. 13.00-16.00.
Námskeið 3, kvöldnámskeið: Mánudagurinn 28. mai frá kl. 17.00-20.00 og miðvikudagurinn 30. mai frá kl. 17.00-20.00.
Kennari
Sigurður Friðriksson kennari og fyrrv. Skólastjóri. Hann var með Excel work shop námskeiðin fyrir okkur í mai sl sem voru vel sótt og fékk góðar undirtektir nemenda. Hann hefur kennt bæði Word og Outlook bæði fyrir byrjendur og lengra komna hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins ásamt því að setja upp námskeið fyrir skóla og útbúa námsefni í Word og Outlook.
Námskeiðsefni
Námskeiðið verður bland af Word og Outlook.
Word:
- Mail merge – Dreifibréf og fjölpóstur í Word. Ýmis tips and tricks og samvinna í Word online ofl.
Outlook
- Outlook advanced – dagbækur, skipulag fundir ofl ofl
Athugið að skráning á þetta námskeið er bindandi þar sem um fá sæti er að ræða á hvert námskeið.
Verð fyrir námskeið er kr. 9.500 fyrir félagsmenn. Utanfélagsmenn greiða kr. 14.500.
Námskeiðið gefur 9 endurmenntunarpunkta.
Skráning er á vef FVB til og með 15. mai fyrir námskeið I og aðeins lengur fyrir námskeiðin þar á eftir. Fjöldi þátttakenda takmarkast af fjölda tölva í kennslustofu. Námskeiðin fara af stað þegar lágmarks þátttökufjöldi hefur náðst fyrir hvert námskeið fyrir sig.
Einnig skal taka fram að ef þátttaka er góð og öll námskeið fyllast þá höfum við tryggt okkur að geta boðið uppá allt að 2-3 námskeið í viðbót.
Fræðslunefndin