Ágætu félagsmenn

Á aðalfundi FVB í nóvember 2014 voru samþykktar þessar lagabreytingar:

  • 19. gr. Reikningsár félagsins er almanaksárið.
  • 15. gr. Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en í mars ár hvert

Stjórn fvb boðar því til aðalfundar FVB 26. mars 2015 kl. 16.30

Ársreikningar félagsins verða þó aðeins síðustu þrír mánuðir ársins 2014 og einnig verður skýrsla formanns og stjórnar mjög stutt í þetta skipti.

Vonumst til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta á fundinn.

Stjórn FVB

Góðan daginn !

Kynningarmyndband The 4 Disciplines of Execution

Kynningarmyndband The 4 Disciplines of Execution

Kynntu þér áhrifaríka og margreynda aðferð við farsæla framkvæmd stefnu og fylgstu með forstjóra Ölgerðarinnar og forstjóra Vodafone lýsa því hvernig stjórnendateymi þeirra hafa nýtt sér 4Dx aðferðafræðina til að bæta árangur.

FranklinCovey hefur á undaförnum áratug þróað skilvirka nálgun til innleiðingar á stefnumótandi breytingum - The 4 Disciplines of Execution.  Expectus og FranklinCovey á Íslandi hafa síðastliðin þrjú ár unnið með íslenskum fyrirtækjum að þjálfun stjórnenda og innleiðingu á aðferðafræðinni.

Við bjóðum stjórnendum og þeim sem bera ábyrgð á árangri fyrirtækja og stofnana að sækja morgunstund til að kynnast þessari áhrifamiklu aðferð við að snúa orðum í athafnir og ná framúrskarandi árangri í rekstri.  Skráning hér!


Andri Þór Guðmundsson, 


forstjóri Ölgerðarinnar
Stefán Sigurðsson,


forstjóri Vodafone


Vertu með okkur 6. mars 2015


4DX bookStund:                Föstudaginn 6. mars 9:00 til 12:00

Staður:               Nordica Hótel, Salur H 

Ráðgjafi:            Kristinn T. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Expectus 

Þátttakendur:     Stjórnendur íslenskra vinnustaða

Verð:                  IKR 19.900

Innifalið:            Metsölubókin The 4 Disciplines of Execution, þriggja tíma 
                          örkynning á aðferðafræði FranklinCovey um 
                          innleiðingu stefnu, tveggja tíma einkafundur með 
                          ráðgjafa í kjölfar námskeiðsins auk aðgangs að ítarefni á
                          sérstakri vefsíðu og morgunverður í upphafi dags.

Skráning:         Nánari upplýsingar og skráning hér.  


Ráðgjafar Expectus hafa unnið með aðferðafræði FranklinCovey við innleiðingu stefnu sl. þrjú ár með athyglisverðum árangri.  Á örnámskeiðinu 6. mars nk. mun Kristinn T. Gunnarsson lýsa þessari áhrifamiklu nálgun með hagnýtum hætti.  

Kristinn, ráðgjafi og framkvæmdastjóri hjá Expectus, er einn reynslumesti stefnumótunarráðgjafi landsins. Hann hefur leitt á fjórða tug stefnumótunarverkefna og starfað með fjölmörgum af 300 stærstu fyrirtækjum landsins á sviði stefnumótunar, markaðs- og þjónustumála sl. ár auk kennslu við HR. Kristinn er með vottun í 4DX aðferðafræðinni og starfar með teymi FranklinCovey á Norðurlöndunum.   Nánar um Kristinn Tryggva hér. 

Jafnframt munu þeir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone deila reynslusögum af innleiðingu 4Dx í fyrirtækjum sínum og sitja fyrir svörum í lokin.
 


FranklinCovey á Íslandi
Sif 775 7077| This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.| www.franklincovey.is
Áframsenda skeyti


Auglýsing um vorráðstefnu FBO
StefnumótunarfundurStjórn félags viðurkenndra bókara boðar hér með til fundar föstudaginn 20. mars 2015 kl.  11-13.

Könnun var send á alla félagsmenn í febrúar og er ætlunin að ræða þau mál sem svarendur tiltóku.

Þau snúa aðallega að námskeiðahaldi félagsins ásamt framkvæmd prófa vegna viðurkenningar og hvernig staðið er námi til undirbúningi fyrir þau. 

Upplýsingar um umræðuefnin verða send út um miðjan mars til þeirra sem boðað hafa komu sína.

Öllum félagsmönnum er að sjálfsögðu heimil þátttaka en vegna skipulagningar fundarins er nauðsynlegt að skrá mætingu á heimasíðu fvb.Fundurinn verður haldinn  á Hótel Grand, 

Sigtúni 38, 105 Reykjavík,

salurinn er Háteigur ABoðið verður uppá súpu og brauð

Skráning er á vef fvb til 16. mars 2015Febrúarráðstefna Félags viðurkenndra bókara

föstudaginn 13.feb 2015Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52,  Reykjavík.

Salur: Þingsalur 2 & 3.

Verð kr 9.500,- fyrir félagsmenn og kr 17.000,- fyrir þátttakendur utan félags.

Innifalið er kaffi og meðlæti, hádegismatur og fyrirlestrar.

Fvb gefur 15 endurmenntunareiningar fyrir daginn.

Dagskrá:

Næsta námskeið fræðslunefndar verður þriðjudaginn 27. janúar n.k. kl 17-19

Febrúarráðsstefnan verður haldinn föstudaginn 13. febrúar að hóteli Natura, kl 9-16:30

Dagskrá febrárráðstefnunnar verður send út síðar í mánuðinum

Síðan verða námskeið á eftirfarandi dögum:

Þriðjudaginn 10. mars kl 17-19

Þriðjudaginn 7. apríl kl 9-12 - morgun námskeið

kveðja fræðslunefnd fvb

Næsta námskeið hjá fræðslunefnd FVB

Rafrænir reikningarATH. Námskeiðið verður líka sent út með fjarfundarbúnaði á landsbyggðina ef næg þáttaka fæst á hverjum stað.

Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ Dunhaga 7, stofa: Náman

Rafrænir reikningar - þriðjudaginn 9.des 2014 frá kl. 9:00 – 11:30

Fyrirlesarar eru :

Bergþór Skúlason frá Fjársýslu Ríkisins

Rebekka H. Aðalsteinsdóttir frá Reykjavíkurborg

Ásta Benediktsdóttir frá DK

Sigrún Gunnarsdóttir frá Wise (NV kerfi)

Steingerður Þóra frá Wise (NV kerfi )

Markmið námskeiðs:

Að kynna félagsmönnum rafræna reikninga..

Viðskiptaskilmálar ríkis- og sveitafélaga

Kröfur um rafræn viðskipti og hvað það hefur í för með sér.

Ertu ekki með bókhaldskerfi sem ræður við rafræna reikninga,

hvað er til ráða.

Móttaka og sending rafræna reikninga úr DK og NV

Fyrirspurnir og umræða verða eftir hvern fyrirlestur.

Verð fyrir félagsmenn er kr. 3.000.

Verð fyrir utanfélagsmenn er kr. 6.000.

Innifalið námskeið, námsgögn og kaffi í kaffihlé.Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB til og með 7.des  og athugið að fjöldi þátttakanda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin
Aðalfundardagur - námskeið

14. nóvember 2014

Icelandair hótel Reykjavík Natura,

 Nauthólsvegi 52, Víkingasalir


Frítt fyrir félagsmenn fvb og kr. 8.000 fyrir þátttakendur utan félags.

Dagskrá:13:00 - 14:30   Sigurður Jónsson – Tölvu og verkfræðiþjónustunni                                    Excel: Hagnýt atriði fyrir bókara

                                    Ekki er mælt með  að þátttakendur taki með sér tölvu.

                                                              
14:30 - 14:40   Stutt hlé


14:40 - 15:30   Framhald – Sigurður Jónsson                   
15:30 - 16:00   Kaffihlé 
16:00 - 17:15   Aðalfundur fvb
Dagskrá aðalfundar1. Kosning fundarstjóra.

2. Tilnefning fundarritara og tveggja atkvæðateljara.

3. Skýrsla formanns og stjórnar, umræður um skýrsluna og hún borin upp til samþykktar.

4. Gjaldkeri leggur fram og skýrir ársreikning félagsins, umræður um ársreikninginn og hann borinn upp til samþykktar.
5. Skýrslur nefnda og umræður um þær.


6. Lagabreytingar.

7. Kosning formanns og varaformanns.

8. Kosning meðstjórnenda.

9. Kosning varamanna í stjórn.

10. Kosning skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

11. Kosning nefnda.

a.    Fræðslunefnd og varamenn.

b.    Laga-, samskipta- og aganefnd (LSA) og varamenn.

c.    Skemmtinefnd.

12. Lögð fram fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

13. Tillaga stjórnar um félagsgjald og inntökugjald næsta reikningsárs.

14. Önnur mál.

Atkvæðagreiðslur fara fram eftir því sem fundarstjóri kveður nánar á um. Þó skal skrifleg

atkvæðagreiðsla fara fram ef einhver fundarmanna krefst þess.

Námskeiðið gefur 4,5 endurmenntunareiningar og aðalfundur gefur 3 einingar

Skráning fer fram á síðu félagsins www.fvb.is og síðasti skráningardagur

er 11. nóvember 2014

Hlökkum til að sjá ykkur !!!!!!!
Namskeid Deloitte
Ráðstefna Félags bókhaldsstofa 7. og 8. nóvember 2014

í Kríunesi í Kópavogi

Föstudagur 7. nóvember

9:30-10:30 Lúðvík Þráinsson endurskoðandi hjá Deloitte

 Nýlegar skattalagabreytingar

10:00-10:15 Morgunkaffi

10:15-11:00 Lúðvík Þráinsson endurskoðandi hjá Deloitte

 Nýlegir úrskurðir og dómar

11:00-11:30 Gjaldþrotaskipti.is Skúli Sigurðsson

 Farið yfir gjaldþrotamál einstaklinga og fyrirtækja

11:30-12:00 Haukur Friðriksson Skatt og bókhald

 Stofnun fyrirtækja - samskipti við fyrirtækjaskrá og hver eru algengustu mistök 

við innsendingu gagna

12:00-13:00 Matur

13:00-14:00 Kári Eyþórsson ráðgjafi

 Hvernig áttu að innheima

14:00-15:00 Soffía Eydís Björgvinsdóttir lögfræðingur hjá KPMG

 Virðisauki í ferðamannaiðnaði, boðaðar breytingar o.fl.

15:00-15:15 Síðdegiskaffi

15:15-15:45 Árni Þór Hlynsson framkvæmdastjóri Skatts og bókhalds

 Hvernig á að halda virðisaukandi aðalfund

15:15-16:30 Dagbjartur Pálsson DK

 DK nýjungar

Laugardagur 9. mars

9:30-10:00 Rafrænir reikningar - Brynjar Hermannsson starfsmaður DK

 Farið í gegnum verkferla og staðla - sýnikennsla

10:00-10:10 Morgunkaffi

10:10-10:30 Brynjar Hermannsson DK

 Áframhald af rafrænum reikningum - innlestur rafrænna reikninga -

framtíðarsýn

10:30-11:30 Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasamskipta RSK

 Tvísköttunarsamningar og framkvæmd þeirra. 

11:30-12:00 Starfsmenn DK

 Launaseðlar - senda rafrænt og/eða á e-mail

12:00-13:00 Matur

13:00-13:45 Árni Þór Hlynsson framkvæmastjóri Skatts og bókhalds

 Samruni- slit félaga og samsköttun, skipting félaga

14:00-14:30 Starfsmenn DK 

 Bankaafstemmingar og opinn fyrirspurnartími

14:30-15:00 Kontakt fyrirtækjaráðgjöf

 Virðismat fyrirtækja og minni rekstrareininga, sýnikennsla og umræður

Skráningar sendist til Nönnu Guðrúnar Waage Marinósdóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð fyrir báða daga með mat: 26.000

Verð fyrir föstudag með mat: 15.000, verð fyrir laugardag með mat: 14.000