Kæru félagsmenn

Nú líður senn að aðalfundi og kosningu í starf formanns ásamt öðrum störfum í stjórn og nefndir. Við leitum að kröftugu og áhugasömu fólki til starfa.

Laus störf eru í stjórn félagsins, fræðslunefnd, skemmtinefnd, laga- samskipta- og aganefnd. Einnig eru störf varamanna stjórna og nefnda laus ásamt starfi skoðunarmanns og varamanns hans.

 Sjá kynningu á starfi stjórnar og nefnda hér fyrir neðan.


Þetta er tilvalin leið til að afla sér reynslu í félagsstarfi ásamt því að kynnast skemmtilegu fólki.

Áhugasamir sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verður þá framboð viðkomandi kynnt á aðalfundi

Við hlökkum til nánari samstarfs.

Kveðja

Fyrir hönd stjórnar
Júlía Sigurbergsdóttir
Formaður FVB

 

Stjórn félagsins

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda. Í upphafi hvers starfsárs skal stjórn setja upp stefnumótun, stefnu og markmið félagsins fyrir komandi starfsár. Meginhlutverk stjórnarmanna er að mæta á fundi til að geta sinnt hlutverki sínu. Störf stjórnarmeðlima eru, varaformaður, ritstjóri, gjaldkeri, vefsíðufulltrúi auk annarra starfa sem stjórn ákveður í upphafi starfsárs í samræmi við markmið hverju sinni. Sjá nánar um störf stjórnarmeðlima á heimasíðu félagsins undir flipanum Félagið – stjórn og nefndir – verklagsreglur – verklagsreglur stjórnar.

Formaður FVB sér um að boða fundi og stjórnar þeim. Formaður undirritar gerðarbækur og gætir þess að allir stjórnarmenn geri skyldu sína. Hann hefur eftirlit með starfsemi félagsins og kemur fram fyrir hönd þess út á við og einnig hefur hann eftirlit með því að lögum félagsins og samþykktum sé fylgt í öllum greinum. Formaður fylgist með störfum annarra nefnda. Formaður semur, í samvinnu við ritstjóra, fréttabréf félagsins og skýrslu stjórnar fyrir aðalfund ásamt því að kynna hana. Formanni er leyfilegt að sinna öllum störfum stjórnar sem þörf er á hverju sinni.Varamenn stjórnar sitja ekki almenna stjórnarfundi en skulu þó fá sendar fundargerðir með rafrænum hætti frá ritstjóra.

Fræðslunefnd

Fræðslunefnd skal hafa umsjón með endurmenntun félagsins m.a. með námskeiðum og ráðstefnum og öðrum fyrirlestrum fyrir félagsmenn í samvinnu við stjórn.Halda skal að meðaltali eitt námskeið í hverjum mánuði. Formaður fræðslunefndar úthlutar verkefnum á meðal nefndarmanna hverju sinni.
Nefndin skipuleggur viðburði á vegum félagsins og heldur utan um skráningar og afbókanir ásamt því að leggja fram kostnaðaráætlun til stjórnar hverju sinni.
Sjá nánar um starf fræðslunefndar á heimasíðu félagsins undir flipanum Félagið – verklagsreglur – verklagsreglur fræðslunefndar.

Laga-, samskipta og aganefnd

Hlutverkið er að gæta þess að allir félagsmenn uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfa félagsmann á hverjum tíma og fylgja eftir þeim málum eða kærum sem upp kunna að koma.

Megin markmiðin eru:

$1·         Að stuðla að heiðarlegum og hreinskiptum samskiptum félagsmanna Fvb.

$1·         Að stuðla að því að félagsmenn FVB vinni störf sín af fagmennsku, kostgæfni og samviskusemi.

$1·         Að stuðla að góðu orðspori félagsmanna FVB

Formaður LSA kallar hana saman og ákveður fundarstað og tíma. Vinna nefndarinnar getur farið fram eftir þeim samskiptaleiðum sem hentugastar þykja hverju sinni.

Sjá nánar á heimasíðu félagsins undir flipanum félagið – lög og reglur FVB – samskipta og agareglur.

Skemmtinefnd

Hlutverk er að skipuleggja skemmtun og hópefli félagsmanna bæði utan námskeiða og á öðrum viðburðum félagsins. Þar ber hæst óvissuferðir á vorin eða haustin og svo árshátíðin sem er að festa sig í sessi. Allir atburðir eru skipulagðir í samvinnu við stjórn hverju sinni.

Skoðunarmenn

Hlutverk þeirra er að yfirfara ársreikninga félagsins og skulu þeir sérstaklega gæta að meðferð fjár félagsins með tilliti til tilgangs þess. Skoðunarmenn skulu endurskoða ársreikninginn í samræmi við góða endurskoðunarvenju og í því sambandi kanna bókhaldsgögn félagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Áritun skoðunarmanns telst hluti ársreiknings og skal varðveitt ásamt honum. Skoðunarmenn mega ekki sitja í stjórn eða nefndum félagsins eða gegna neinum störfum fyrir það.

 

Góðan dag,
 
Nú er komið að næsta námskeiði á dagskrá okkar sem ber heitið „Fjárhagslegar áreiðanleikakannanir-tilgangur og framkvæmd“.
 
Farið verður yfir mismunandi aðferðir við gerð áreiðanleikakannanna með tilliti til verkkaupa og tilgangs könnunar. Rætt verður um breytingar á markaði fyrir áreiðanleikakannanir og þróun á skýrslum til að mæta kröfum markaðarins. Farið verður yfir uppsetningu á hefðbundinni áreiðanleikakönnun og hvernig kaupandi getur nýtt niðurstöður könnunar sér í hag við samningaborðið sem og við samþættingu hins keypta rekstrar við núverandi rekstur kaupanda.
 
Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 29. október frá kl. 9-11 á 9 hæð í Deloitte Turninum.
 
Námskeiðið kostar kr. 16.000.
Vinsamlegast sendu upplýsingar um greiðanda, kennitölu og heimilisfang við skráningu.
 
Hægt er á að skrá sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ráðstefna Félags bókhaldsstofa

8. og 9. nóvember 2013 á Hótel Hamri, Borgarnesi

Föstudagur 8. nóvember

09:30-10:10   Fulltrúi frá RSK – Staðgreiðsla og endurgjald.

   √   Farið verður í hvernig bókhaldsstofur eru að skila staðgreiðslu og útreikningum um reiknað endurgjald og hvað mætti betur fara.

10:10-10:30   Kaffi

10:30-12:00   Lúðvík Þráinsson, lögg. Endurskoðandi hjá Deloitte - Reikningsskil

                           √   Grundvöllur reikningsskila og tengd efni.                                 

12:00-13:00   Matur

13:00-14:00   Soffía Björgvinsdóttir hdl frá KPMG.  Skattamál.

                           √   Sitt lítið af hverju í skattamálum og skattabreytingar.

14:00-14:30   Berglind frá KPMG – Handbók stjórnarmanna

                           √   Kynning.

14:30-15:15   Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ – Litla Íslandi

√   Kynning á samtökunum og þessari nýju nálgun SA varðandi lítil og meðalstór fyrirtæki.

15:15-15:35   Kaffi   

16:00-17:00   Fulltrúi frá ársreikningaskrá RSK – Ársreikningaskil.

                           √   Hvað má betur fara í skilum ársreikninga.

20:00-24:00   Árshátíð

                           

Laugardagur 9. nóvember

09:30-10:30   Halldór Kristjánsson hjá TV - Outlook námskeið

√   Með Outlook er hægt að halda utan um verkefni, skjöl, tímabókanir og stjórna samskiptum með mjög árangursríkum hætti. Afleiðingin er betri nýting á tíma, markvissari samskipti og betra utanumhald um verkefni.

10:00-10:15   Kaffi

10:15-12:00   Halldór Kristjánsson hjá TV – Greining gagna með Excel

√    Excel hefur öflug tæki til greiningar (fjárhagslegra) gagna s.s. lista- og  gagnagrunnsvinnslur, ýmiss konar jöfnur og föll, tengingu við ytri töflur og  notkun veltitaflna (Pivot) til að greina upplýsingar á árangursríkan hátt.

12:00-13:00   Matur

13:00-14:00   Jónas Yngvi Ásgrímsson hjá DK - rafrænir reikningar – tenging við

          innheimtuþjónustur

14:00-14:45    Inga Jóna Óskarsdóttir – Laun og launatengd gjöld.

                           √   Farið verður ítarlega í reglur um laun og lt. gjöld, hlunnindi og fl.

14:45-15:00   Kaffi

14:45-16:00   Sendill - rafrænir reikningar.

Aðalfundardagur - námskeið

15. nóvember 2013

Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, Víkingasalir


Frítt fyrir félagsmenn FVB og kr. 8.000 fyrir þátttakendur utan félags.

Frumvarp til fjárlaga 2014Fróðleikur á fimmtudegi 17. október nk.

 

Image removed by sender. image

Þann 17. október nk. mun fróðleikur á fimmtudegi fjalla um fyrirhugaðar skatta- og gjaldabreytingar í frumvarpi til fjárlaga 2014.

Tími 8:30-10:30 í húsnæði KPMG í Borgartúni

 
Fyrirlesari verður:
Alexander G. Eðvardsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs KPMG
Þátttaka er án endurgjalds og veitir einingar hjá FLE.

 

Skrifstofan er lokuð í dag, fimmtudaginn 10. okt, vegna veikinda

Við bjóðum félagsmenn FVB sem og aðra velkomna á nýju síðuna okkar.

Ef þú einhverra hluta vegna:

  • finnur ekki það sem þú leitar að
  • rekur þig á villur hjá okkur
  • vilt koma með ábendingar um síðuna

 

ekki hika við að senda okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

við reynum að bregðast við því eins fljótt og auðið er.

með bestu kveðju

Stjórn FVB

Næsta námskeið fræðslunefndar FVB

Laun og launatengd gjöld.

 

ATH. Námskeiðið verður líka sent út með fjarfundarbúnaði á Akureyri og Vestmannaeyjar ef næg þáttaka fæst.

Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ Dunhaga 7 ( Salur : Elja )

Þriðjudaginn 8. Október. 2013 frá kl. 17.00 – 19.30.

Fyrirlesari verður  Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari

Bókhald og Kennsla ehf

Kæru félagsmenn,

Nú er vetrarstarfið að hefjast og margt fram undan í vetur. Fyrsta námskeiðið verður hjá okkur í næstu viku, sjá auglýsingu hér á síðu félagsins. Við vonumst til að geta sent út sem flest námskeið á Akureyri, og Vestmannaeyjum og jafnvel víðar með fjarfundabúnaði á þessu starfsári.

Skrifað hefur verið undir samning við Endurmenntun HÍ þar sem báðir aðilar skuldbinda sig til að vinna ötullega að endurmenntun félagsmanna á sem bestan og fagmannlegastan hátt. Við bindum miklar vonir við að geta aukið framboð námskeiða ásamt stærri húsakynnum. Við hlökkum til vetrarins vonumst til að samstarfið skili góðum árangri í þágu félagsmanna í að viðhalda endurmenntun.

Námskeið

Outlook tímastjórnun

 Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ Dunhaga 7 ( Salur : Elja )

Þriðjudaginn 3. sept. 2013 frá kl. 17.00 – 19.30.

 Námskeiðið verður einnig sent út á Akureyri

Fyrirlesari verður  Sigurður Jónsson  frá Tölvu og verkfræðiþjónustunni

 

Verð: kr. 3500, - fyrir félagsmenn

Kr. 5500,- fyrir utanfélagsmenn

Innifalið námskeið, námsgögn og kaffi í kaffihlé.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB fyrir þriðjudaginn 27.ágúst

Athugið að fjöldi þáttakanda takmarkast af stærð salarins

Fræðslunefndin