Meðfylgjandi er nefndarálit og breytingartillögur vegna fyrirliggjandi frv. til laga um endurskoðendur. Er það um margt athyglisvert. Með hliðsjón af athugasemdum Félags löggiltra endurskoðenda og eftir samráð við fjármálaráðuneytið taldi efnahags- og viðskiptanefndin rétt að í frumvarpið kæmi bráðabirgðaákvæði um stöðu þeirra sem rétt eiga samkvæmt núgildandi lögum til að starfa sem löggiltir endurskoðendur. Einnig […]
Category: Félagsfréttir
RSK – Nefndarálit um frv. til l. um breyt. á l. um ársreikninga.
Nefndarálit um frv. til l. um breyt. á l. um ársreikninga. Sjá 1065
RSK – Virðisaukaskattur yfir landamæri.
Virðisaukaskattur yfir landamæri. OECD vinnur að reglum þar um. Fróðskapur af vef ráðuneytis
RSK Breyting á lögum um tekjuskatt ofl.
Meðfylgjandi eru lög nr 38, 28.maí 2008 um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum sem birt voru í A deild Stjórnartíðinda þann dag. Sjá lög […]
FVB – tíðindi
Félagið gaf nú í annað sinn bókarverðlaun við útskrift framhaldsskóla. Að þessu sinni hlaut Herdis Helga Arnalds, nýútskrifaður stúdent frá Verslunarskóla Íslands, verðlaunin fyrir góðan árangur í bókfærslu. Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir þremur aðskildum námskeiðum fyrir viðurkennda bókara nú á vormánuðum. Námskeiðið Tekjuskattsstofn fyrirtækja var aflýst vegna lélegrar þátttöku og fáir nemendur sóttu námskeiðin Verðmat […]
Vorferð í Viðey aflýst !
Kæru félagsmenn, vegna lítillar þátttöku hefur vorferð í Viðey verið aflýst!
RSK – Dómur. Stjörnublikk
Meðfylgjandi er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. maí 2008 í máli Stjörnublikks ehf. gegn ríkissjóði vegna staðgreiðsluskyldu ofl. Dómurinn felldi úr gildi ákvarðanir skattyfirvalda í málinu. Um var að ræða úrskurð skattstjórans á Reykjanesi um að fyrirtækið ætti að halda eftir staðgreiðslu og standa skil á tryggingargjaldi vegna launa portúgalskra starfsmanna, sem störfuðu þar […]
Vorferð út í Viðey – föstudaginn 23.maí
Kæru félagsmenn! Vorfagnaður 2008 Nú er komin tími til að lyfta sér upp með hækkandi sól og hafa gaman. Ætlum að þessu sinni að skella okkur á hina víðfrægu eyju Viðey, föstudaginn 23.maí. Höfðum hugsað okkur að grilla létt og leigðum til þess “sumarhúsið” í Viðey – mottóið okkar er að „hafa gaman saman“ […]
Vorferð út í Viðey!!!
Kæru félagsmenn, skemmtinefndin er að skipuleggja ferð út í Viðey n.k. föstudag 23. maí – og er auglýsing á leiðinni. IJO
RSK – Tvísköttunarsamningur við Indland.
Meðfylgjandi er samningur Íslands og Indlands til að koma í veg fyrir tvísköttun og undanskot. Hann var birtur í C deild Stjórnartíðinda og tók gildi 21.desember 2007 en kom til framkvæmda á Indlandi 1.apríl sl en á Íslandi þann 1.janúar sl. Þannig lýsti fjármálaráðuneytið efnisatriðum samningsins í frétt sinni í desember sl: C_nr1