Félagið stendur fyrir námskeiði í fundarsköpum fyrir aðalfund. Námskeiðið er á vegum JC og veruður haldið í sal VR daganna 23. og 30. okt. kl. 19.00 – 21.00 bæði kvöldin. – Þarftu að bæta kunnáttu þína í fundarhöldum og fundarsköpum – þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig. Verðið er krónur 6000.- bæði kvöldin. Skráning fer fram á […]
Category: Fréttir
FB – Haustráðstefnan – Skattspörun
Okkur hefur borist tilkynning frá Félagi Bókhaldsstofa að félagar okkar fái sömu kjör starfsmenn þeirra á námskeiði þeirra sem haldið verður á Hamri við Borgarnes daga 2.-3.nóvember 2007 – yfirskrift daganna er "skattspörun". Sjá dagskrá og skráningu. IJO
RSK – afnám bankaleyndar þingsályktun !
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að bæta skil á fjármagnstekjuskatti.(afnám bankaleyndar ) sjá nánar IJO
Starfsheitið “viðurkenndur bókari” í símaskránni
Samkvæmt óvísindalegri könnun, sem var framkvæmd á www.ja.is, kom í ljós að aðeins 22 aðilar hafa starfsheitið "viðurkenndur bókari" í símaskránni. Þar af eru 21 í Fvb. Þar sem fjöldi félagsmanna er nú orðinn 168 eru þetta því bara 12,5%. Nú er tilgangur félagsins m.a. að vinna að kynningu á starfssviði félagsmanna. Undirrituð smellti sér því […]
9. Nóvember – Aðalfundardagurinn !
Komið þið sæl Vona að sem flestir félagar séu nú þegar búnir að taka frá 9. nóvember – daginn sem aðalfundurinn okkar verður haldinn. Staðurinn verður Kiwanissalurinn við Engjateig, dagskráin hefst um hádegi með námskeiði á vegum endurmenntunarnefndar, en efnið sem mun verða tekið fyrir er t.d. sjóðstreymi, eignasamningar eins og rekstrarleigusamninga og kaupleigusamningar og […]
TV- excelnámskeið hefst 18. október n.k.
Excel kúrs fyrir bókara og þá sem vinna við að nýta upplýsingar úr gagnagrunnum hefst þann 18. október í TV – Tölvu og verkfræðiþjónustunni . Kennt verður í 4 daga lotu: fimmtudag/föstudag og mánudag/þriðjudag frá kl. 9.00 – 12.00 alla daganna. Kennari er Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og stundakennari við TV. Skráning fer fram í skólanum […]
Frétt af vef fjmn – samræmd upplýsingagjöf og þjonusta
Af vef fjmrn. 08 10 07: "Einföldunaráætlun Áætlun fyrir fjármálaráðuneytið og stofnanir þess um einföldun opinberra reglna og stjórnsýslu 2007-2009. Samræmd upplýsingagjöf og þjónusta við skattborgara (Borgaraþjónusta) Úrlausnarefni: Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi þurfa skattgreiðendur að snúa sér til nokkurra stofnana til þess að fá upplýsingar um skattamál sín t.d. ríkisskattstjóra, viðkomandi skattstjóra og síðan eftir atvikum […]
Frétt af vef fjmn – samræmd upplýsingagjöf og þjonusta
Af vef fjmrn. 08 10 07: "Einföldunaráætlun Áætlun fyrir fjármálaráðuneytið og stofnanir þess um einföldun opinberra reglna og stjórnsýslu 2007-2009. Samræmd upplýsingagjöf og þjónusta við skattborgara (Borgaraþjónusta) Úrlausnarefni: Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi þurfa skattgreiðendur að snúa sér til nokkurra stofnana til þess að fá upplýsingar um skattamál sín t.d. ríkisskattstjóra, viðkomandi skattstjóra og […]
Hugur Ax býður í heimsókn
Hugur Ax býður félagsmönnun Fvb í heimsókn fimmtudaginn 22. nóvember um kl. 17.00. Efni: kynning á Opus Alt og Tok. Veitingar og góður félagsskapur í boði. Nánar auglýst síðar Stjórnin
Minnum á námskeiðið á þriðjudaginn nk.
Við minnum á námskeiðið, Samningatækni fyrir konur, sem hefst á þriðjudaginn nk. Skráning stendur ennþá yfir og er hægt að senda póst á [email protected] til að skrá sig. Staður: VR salurinn í Húsi verslunarinnar (gengið inn hjá hárgreiðslustofunni Hár) Tími: Þriðjudaginn 9.október og fimmtudaginn 18.október kl.17:30-20:30 (nauðsynlegt að mæta bæði kvöldin) Verð: 8.500 kr fyrir félagsmenn og […]