Meðfylgjandi eru enn óbirt og ónúmeruð lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt,með síðari breytingum. Lögin voru samþykkt í gær. Með þeim er vaxtabótum til útborgunar nú í sumar breytt sem og skerðingarhlutfalli hámarksvaxtagjalda til útreiknings bótanna. Sjá lög.
Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt.(styrking skattframkvæmdar.) Stóra vorlagasetningin.
Samkvæmt meðfylgjandi lögum eru gerðar nokkrar breytingar á lögum um tekjuskatt . Lögin hafa enn ekki verið birt og eru án númers en voru samþykkt 15.apríl 2009. Sjá Lög. 1. Sett er ex tuto ákvæði í 28.grein laganna þess efnis að eftirgjöf skulda samkvæmt lögum um nauðasamninga og varða greiðsluaðlögun teljist ekki til skattskyldra […]
Maritech kynningu frestað
Maritech kynningu, sem átti að halda fimmtudaginn 16.apríl, verður frestað til 28.maí vegna lítillar þátttöku. Það verður auglýst síðar.
Þingmál: Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn
Þingmál: Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn um hækkun á eigin fé fjármálafyrirtækja sem felldu niður tekjuskattsskuldbindingu vegna söluhagnaðar af hlutabréfum sem hafði verið frestað Sjá svar.
Dómur. Endurskoðun og uppgjör ehf. Reikn. vegna bókhalds- og skattskilavinnu.
Í meðfylgjandi dómsmáli var iðnaðarfyrirtæki dæmt til að greiða endurskoðunarskrifstofu eftirstöðvar reiknings vegna vinnu. Dómurinn hafnaði afslætti frá reikningnum vegna síðbúinna skila til skattyfirvalda eða sex mánuðum eftir að álagningu lauk . Sjá dóm
Þingmál .Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn um ný skattþrep í tekjuskatti einstaklinga.
Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar um ný skattþrep í tekjuskatti einstaklinga. Fyrirspurnin hljóðar svo: Hver yrði tekjuauki ríkissjóðs ef hugmyndir fjármálaráðherra um nýtt 3% viðbótarskattþrep á allar tekjur einstaklinga yfir 500 þús. kr. næðu fram að ganga? Hver yrði tekjuaukinn ef þessu til viðbótar yrði komið á sérstöku 5% skattþrepi á allar tekjur […]
Ágætu félagsmenn´ Félag viðurkenndra bókara er núna til sem hópur á Facebook og gæti nýst okkur sem samskiptavettvangur. Endilega leitið að okkur á fésbókinni og sækið um aðgang, því fleiri sem eru þar, þeim mun skemmtilegra. Þið þurfið bara að slá inn "Félag viðurkenndra bókara" í leitarvalmyndina og þá finnið þið hópinn. 🙂 Kveðja Guðveig […]
Hvernig skrái/afskrái ég mig á viðburð?
Skráning Til þess að skrá þig á viðburð þarftu að velja Félagsviðburðir – Skrá mig í aðalvalmyndinni. Þá opnast skráningarform þar sem þarf að: 1. Velja réttan viðburð2. Skrá kennitölu þátttakanda (án bandstriks)3. Skrá nafn4. Skrá netfang5. Skrá nafn og kennitölu greiðanda ef það er annar aðili en þátttakandi sjálfur Þegar skráningin hefur farið fram […]
Kynning á Bankasamskiptum og NEMO Stjórnendasýn frá Maritech
Fimmtudaginn 16. apríl, mun Maritech bjóða félagsmönnum FVB á kynningu á Bankasamskiptum, kerfi sem byggir á hinum nýja IOBS sambankastaðli og NEMO Stjórnendasýn. Kynningin verður haldin í Húsi verslunarinnar í sal VR á 0. hæð og hefst kl.17:15 og verða léttar veitingar í boði. Fríður Birna Stefánsdóttir og Jón Heiðar Pálsson munu fara yfir nýjar […]
LEIÐRÉTTING !!!!
LEIÐRÉTTING !!!! ATH. VAXTASKATTUR ERLENDRA SKV. FRV. SLEGINN AF:::::: Framhaldsnefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l. um tekjuskatt, og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.Styrkari skattframkvæmd og hömlur gegn skattundansko Rétt skal vera rétt. Misskilnings gætti (! ) í fyrri skrifum eins og sást ef frv. er lesið. "Nefndin ræddi hvort fresta […]