Meðfylgjandi er viðamikið frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands. Einnig nefndarálit og breytingartillögur.
Sjá frumvarp
Sjá nefndarálit frá minnihluta allsherjarnefndar
Sjá nefndarálit frá meirihluta allsherjarnefndar
Sjá breytingatillögur
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum vegna breytinga á heitum ráðuneyta og tilfærslu verkefna.
Yfirlýst markmið breytinganna er að einfalda stjórnsýslu, nýta betur fjármuni ríkisins en bæta um leið þjónustu, efla fagráðuneytin o.fl. Breytingarnar verði í áföngum og er þetta frumvarp liður í fyrsta áfanganum. Breytingar hér varða mest flutning á verkefnum til efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Til dæmis fari þangað mál Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands. Fjallað er um flutning frá fjármálaráðuneyti á málefnum er varða ársreikninga, endurskoðendur og bókhald. Einnig um flutning á málefnum fasteignamats og fasteignaskráningu frá fjármálaráðuneyti. Loks er í frumvarpinu mælt fyrir um flutning á eignarhaldi ríkisins í opinberum hlutafélögum til fjármálaráðuneytis frá öðrum ráðuneytum. Tekið er fram að í fjármálaráðuneytinu verði áfram þau verkefni sem unnin eru á efnahagsskrifstofu og tengjast fjárlagagerð og stjórn ríkisfjármála, svo sem tekjuáætlun fjárlaga og mat á tekjuáhrifum skattabreytinga. Breytingartillögur ásamt tveimur nefndarálitum fylgja hér með ásamt upphaflegu frumvarpi.