Meðfylgjandi er frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.
Frumvarpið skiptist í ellefu kafla. Allmargir þeirra varða skattamál og skattaframkvæmd.
Skal hér drepið á því helsta:
1. Sóknargjöld.Lagt er til að fjárhæð sóknargjalda hækki ekki eins og núgildandi lög gera ráð fyrir milli áranna 2008 og 2009.
2. Útsvar. Tillaga er um að sveitarfélögum verði heimilað að hækka útsvar um 0,25 prósentustig . Hámarksútsvar færi þar með úr 13,03% í 13,28%.
Frestur til að taka ákvörðun um útsvar komandi tekjuárs 2009 var til 1. desember sl og upplýsa bar fjármálaráðuneytið um þá ákvörðun fyrir 15. desember. En hér er lagt til að sveitarfélög hafi frest til loka árs 2008 til að taka ákvörðun um útsvarsprósentu og tilkynna hana til fjármálaráðuneytisins.
3. Tekjutenging við bætur og vistunargjöld : Gerð er tillaga um breytinga á lögum um málefni aldraðra og almannatryggingar á þann veg að fjármagnstekjur hafi 100% áhrif til lækkunar og breytinga í stað 50 % nú.
4. Tekjuskattur o fl honum tengt:
a. Skatthlutfall:: Lagt er til að tekjuskattur einstaklinga verði hækkaður um 1,25 prósentustig, úr 22,75% í 24% á tekjuárinu 2009.
b.Sjómannaafsláttur. Hækkun í 987 kr tekjuárið 2009 er lögð til varðandi sjómannaafsláttinn
c. Barnabætur Viðmiðunarfjárhæðir fyrir tekjuárið 2008 hækki um 5,7 % í barnabótum
d. Vaxtabætur. Viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta fyrir tekjuárið 2008 hækki sömuleiðis um 5,7 %
e. Innheimta: Tillaga er um að vaxtabótum frá og með álagningu 2009 verði ekki skuldajafnað á móti gjaldföllnum afborgunum og vöxtum af lánum Íbúðalánasjóðs og að barnabótum innheimtuársins 2009 verði ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum.
f. Stórfyritækjaeining: Hér er lagt til að stofnun sérstakrar einingar um skattaumsýslu stórfyrirtækja verði frestað um eitt ár og hefjist 1. janúar 2010..
5. Gildistaka: Útsvarsákvæðin taka gildi þegar við birtingu laganna. Tekjukattur og sjómannaafsláttur gildir frá tekjuári 2009. Vaxtabætur og barnabætur gilda frá og með tekjuári 2008. Innheimtureglur gilda frá 2009. Að öðru leyti koma lögin til með að gilda frá 1.jan nk. ef frv. hlýtur óbreytt samþykki.