Search
Close this search box.

Stafræn Norðurlönd – Skatturinn

Eitt af metnaðarmálum norrænu forsætisráðherranna er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta landsvæði í heiminum árið 2030. Fjölþættu samstarfi, m.a. tengt stafrænum umskiptum og nýsköpun, er ætlað að raungera þá sýn.Stafræn Norðurlönd – NSG&B 2021-2024

Fjórða og síðasta áfanga samstarfsverkefnisins Nordic Smart Government & Business lauk í júní 2024. Skatturinn var umsjónaraðili NSG&B á Íslandi. Í samantektinni „Stafræn Norðurlönd“ (meðfylgjandi) er fjallað um afurðir verkefnavinnunnar og áunna þekkingu sem mun nýtast fyrirtækjum og stofnunum í stafrænni umbreytingu á komandi árum.

Megin afurðin er ný vefþjónusta (API) sem miðlar grunnupplýsingum fyrirtækjaskráa Norðurlandanna á véllæsilegu sniði. Í vefþjónustunni á Íslandi verður auk grunnupplýsinga úr fyrirtækjaskrá hægt að nálgast virðisaukaskattsnúmer íslenskra fyrirtækja, hvoru tveggja opin númer og lokuð. Bætt aðgengi að upplýsingum úr skrám hins opinbera auðveldar hagnýtingu þeirra og samrýmist nýjustu breytingum á lögum nr. 45/2018, um endurnot opinberra upplýsinga.

Þá hefur verið lagður grunnur að nýrri högun á aðgengi að upplýsingum úr ársreikningaskrám Norðurlandanna og að stafrænum skýrsluskilum á reikningsskilum. Stafrænum skýrsluskilum á reikningsskilum er ætlað að auðvelda miðlun fjárhagsupplýsinga og einfalda samskipti á milli fyrirtækja, stofnana og eftirlitsaðila.

Samstarfið hefur jafnframt skilað verðmætri þekkingu á því hvernig bæta megi skilvirkni og árangur með rafrænum viðskiptaskjölum. Þar ber hæst sjálfvirknivæðing innkaupaferla og stafræn skil á upplýsingum um virðisaukaskattsskyld viðskipti til skattyfirvalda.

Við þökkum gott samstarf við aðila sem gegndu ráðgefandi hlutverki og tóku þátt í margvíslegri verkefnavinnu úr opinbera og einkageiranum.

Fyrir hönd landsteymisins,

Linda Rut

Kveðja / Regards

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur