Skemmtinefnd FVB er skipuð 3 félagsmönnum. Skemmtinefndin er kosin til eins árs í senn og fá nefndarmenn greitt fyrir störf sín í samræmi við 11. gr. laga FVB.
Hlutverk:
Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja skemmtun og hópefli félagsmanna bæði utan námskeiða og á öðrum viðburðum félagsins.
Viðburðir:
Allir atburðir eru skipulagðir í samvinnu við stjórn hverju sinni. Nefndinni ber að halda fund í upphafi hvers starfsárs, tilnefna formann nefndar og skipuleggja árið. Formaður kallar svo til funda eins og þurfa þykir. Í lok hvers starfsárs skilar nefndin árlegri skýrslu til aðalfundar um störf sín en ekki er þörf á öðrum fundargerðum.
Skv. 11. gr. laga félagsins frá nefndarmenn greidda 4 tíma á mann fyrir störf sín.