Search
Close this search box.

Verklagsreglur fræðslunefndar

Verklagsreglur og samvinna við stjórn og starfsmann

Fræðslunefnd Félags viðurkenndra bókara er kosin á aðalfundi félagsins og skipuð 5 mönnum og 2 til vara. Fræðslunefnd skilar árlegri skýrslu til aðalfundar.

Hlutverk fræðslunefndar er að sjá um endurmenntun félagsmanna á þeirra sérsviði samkvæmt verklagsreglum sem stjórn félagsins setur. Fræðslunefndarmenn fá greiddar 2 klst. fyrir hvern undirbúningsfund upp að hámarki skv. lögum félagsins. Í byrjun starfsárs kýs fræðslunefnd formann fræðslunefndar og kynnir sér verklagsreglur vel. Formaður boðar til funda nefndarinnar og ber ábyrgð á verkstjórn og framvindu við vinnu nefndarinnar. Einfaldur meirihluti nefndarinnar ræður vali á verkefnum og skipulagi námskeiða.

Upphaf starfsárs:

Dagsetningar námskeiða eru ákveðnar fyrir starfsárið. Fræðslunefnd heldur að lágmarki 8 viðburði (þ.e. ráðstefna og námskeið, kynningar) árlega. Að jafnaði er miðað við að tekið er frí í júní, júlí og desember.

Námsefni hvers námskeið listað upp. Fræðslunefnd hagar skipulagi með þeim hætti að 80% námefnis er eingöngu út frá því efni sem prófað er fyrir kunnáttu á samkvæmt prófalýsingu fyrir viðurkennda bókara, auk námsefnis um skatta- eða bókhaldslagabreytingar, eða um bókhaldkerfi og excel. 20% námsefnis ársins hefur fræðslunefnd umboð til að ráðstafa til náms um annað efni sem getur nýst bókurum í starfi, svo sem tímastjórnun og vinnuskipulag eða samskipti við viðskiptavini, skjalastjórn og annað slíkt.

Yfirlit með dagsetningum og námsefni sent á stjórn félagsins og beðið samþykkis fyrir starfsárinu. Þegar samþykki er fengið telst hvert námskeið fyrirfram samþykkt að því gefnu að kostnaðaráætlun standist þegar til námskeiðsins kemur.
Verði breytingar á námskeiði á áætluðu námsefni eða ef skráning þátttakenda á námskeið stendur ekki undir kostnaði svo muni meira en 20.000 krónum, þarf samþykki stjórnar félagsins fyrir námskeiðinu hverju sinni.

Varðandi hvert námskeið:

Fyrirlesari fundinn með mjög góðum fyrirvara, einnig salur tryggður. Athuga þarf að góður fyrirvari tryggir að unnt sé að halda námskeiðið. Gerður er fyrirvari við þessa þjónustuaðila um að námskeið kunni að falla niður með þriggja daga fyrirvara vegna ónógrar skráningar á námskeið.

Kostnaðaráætlun námskeiðsins gerð þegar samningar hafa náðst og send á formann og gjaldkera stjórnar og starfsmann skrifstofu félagsins.

Auglýsing birt á heimasíðu amk 3 vikum fyrir námskeið og opnað fyrir skráningu (starfsmaður). Fræðslunefnd setur upp lýsandi texta um efni námskeiðsins og ber ábyrgð á formi auglýsingarinnar á heimasíðu félagsins, en starfsmaður félagsins birtir það sem hann fær sent og setur upp samkvæmt leiðbeiningum fræðslunefndar.

Félagar fá tölvupóst með sömu kynningu (starfsmaður).

Ítrekun á skráningu send út 3 dögum fyrir lok skráningar (starfsmaður).

Lokað fyrir skráningu 3 dögum fyrir námskeið (starfsmaður) og hún borin saman við kostnaðaráætlun (starfsmaður). Ef skráning stendur ekki undir kostnaði svo muni meira en 20.000 krónum hefur fræðslunefnd samdægurs samband við stjórn félagsins og kannar hvort umboð er til að halda námskeiðið.

Listi yfir fjarfundanemendur sendur á tengiliði úti á landi, ef það á við (starfsmaður)

Skráningaristinn í heild sendur á alla nefndarmenn fræðslunefndar (starfsmaður)

Námskeiðsgögn send út tveim dögum fyrir námskeiðið, fræðslunefnd sér til þess að þau berist til skrifstofu (starfsmaður).

Á námskeiði: einn fræðslunefndarmanna opnar námskeiðið og kynnir fyrirlesara.

Athuga að þakka fyrirlesaranum fyrir þegar námskeiði lýkur og láta hann fá upplýsingar um hvert senda skuli reikning vegna námskeiðsins.

Ef reikningur sem berst frá þjónustuaðilum hvers námskeiðs er ekki í samræmi við kostnaðaráætlun, gefur formaður stjórnar félagsins fræðslunefnd upplýsingar um það, eða felur starfsmanni að koma því til skila og fræðslunefnd kannar hverju sá mismunur sæti, svo unnt sé að leiðrétta hann.

Námskeiðsgögn sett á heimasíðuna ef við á (starfsmaður).

Samþykkt af stjórn Félags viðurkenndra bókara 2. mars 2017

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur