Laga-, samskipta- og aganefnd (LSA) skal kosin á aðalfundi félagsins og skipuð 3 mönnum og 2 til vara. Nefndin skiptir með sér verkum og kýs formann sem jafnframt er tengiliður við stjórn félagsins.
Formaður FVB ásamt stjórn er ábyrgðarmaður nefndarinnar.
Nefndarmenn LSA fá greitt skv. 11. gr. laga FVB fyrir setu sína í nefndinni.
LSA skilar árlegri skýrslu til aðalfundar um málafjölda og afgreiðslu mála.
Formaður LSA kallar nefndina saman og ákveður fundarstað og –tíma í samráði við nefndarmenn.
Vinna nefndarinnar getur farið fram eftir þeim samskiptaleiðum sem hentugastar þykja hverju sinni.
Hlutverk nefndarinnar er að bregðast við þegar einstakir félagsmenn fara gegn samskipta- og agareglum félagsins.
Samþykkt af stjórn Félags viðurkenndra bókara, 1. febrúar 2017.