14.11.2008 Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 20/2008 Samkvæmt 20. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, er 17. nóvember eindagi staðgreiðslu launamanna, útsvars launamanna, álagðra skatta launamanna og tryggingagjalds launagreiðenda og skila á skilagrein vegna októbermánaðar. Í 3. mgr. 20. gr. laganna kemur fram að hafi launagreiðandi eigi staðið skil á staðgreiðslu á eindaga skuli hann […]
Category: Fréttir
RSK – Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa
Meðfylgjandi lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa voru samþykkt á þingi þann 12.nóvember sl. Sjá lög Þau eru enn óbirt og því án númers en koma til framkvæmda þegar birt hafa verið. Lögin eru sett vegna aðstæðna á vinnumarkaði . Lögum um atvinnuleysistryggingar er breytt. Miða nýju lögin að því […]
RSK – Tvísköttunarsamningar (Ítalía-Úkraína)
Virkir frá 01 01 09 nk. Efnisatriði. Almennt um ferli samninga.(Úr Vefriti rn. í dag)
RSK – Refsimál (verktaki)
Meðfylgjandi er dómur í refsimáli á vettvangi skattaréttar. Um var að ræða erlendan mann sem var eigandi einkahlutafélags. Ákært var fyrir brot á vsk. og stgr. lögum. Sjá dóm Játaði maðurinn brot sín greiðlega og var það virt honum til málsbóta. Félagið skilaði skýrslum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna og virðisaukaskattsskýrslum vegna rekstrar eins og […]
RSK – Nefndarálit um atv.leysistrygg. og Ábyrgðasj.launa
Nefndarálit og breytingartillaga við frv. til l. um breyt. á l. nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, og lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði frá félags- og tryggingamálanefnd fylgir hér með. Sjá nefndarálit Sjá breytingartillögu Lögð er til nokkur breyting frá frumgerð frumvarps eftir að ýmsir höfðu mætt á fund nefndarinnar eða […]
RSK – Refsimál (bónstöð)
Meðfylgjandi er dómur á hendur Emmu Geirsdóttur og Kristjáni V. Grétarssyni fyrir skatta-, bókhalds- og hegningarlagabrot, í atvinnurekstri sem þau ráku sameiginlega í nafni EK bón og þrif en með kennitölu ákærðu Emmu: Fram kom að karlmaðurinn hafði áður fengið á sig dóm vegna skattsvika. Dómurinn taldi ekki að virðisaukaskattsbrot fólksins teldust meiriháttar í skilningi […]
RSK – Þingmál (skattlagn. lífeyrisgreiðslna)
Þingmál: Svar við fyrirspurn um greiðslur úr lífeyrissjóðum og skattlagningu þeirra. 136. löggjafarþing 2008–2009. Þskj. 164 — 84. mál. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Ellerts B. Schram um greiðslur úr lífeyrissjóðum og skattlagningu þeirra. 1. Hversu margir einstaklingar fá greiðslur úr lífeyrissjóðum, hversu margir fá lægri greiðslur en 100 þús. kr. á mánuði og hverjar eru mánaðarlegar […]
RSK – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög
Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. Varðar það einföldun reglna við samruna og skiptingu félaganna. Frumvarpið felur í sér innleiðingu á EES-reglum um að einfalda ákvæði núgildandi laga er snúa að samruna og skiptingu hlutafélaga. Gert er ráð fyrir að ef fyrir liggi samþykki allra hluthafa […]
RSK – frumvarp til laga um stofnun sérstaks rannsóknar- og saksóknaraembættis
Í frumvarpinu er lagt til að stofnað verði sérstakt embætti saksóknara. Á það að annast rannsókn refsiverðri háttsemi í aðdraganda og í tengslum við fjárþrot fjármálafyrirtækja . Skal embætti þetta eftir atvikum að fylgja rannsókninni eftir með útgáfu ákæru og saksókn. Sjá frumvarp Áformað er að rannsóknar- og ákæruheimildir embættisins taki meðal annars til efnahags-, […]
RSK – Hæstaréttardómur um skattskyldu vegna viðtöku hlutabréfa sem endurgjad fyrir vinnuframlag
Meðfylgjandi er Hæstaréttardómur er varðar skattskyldu vegna viðtöku hlutabréfa sem endurgjad fyrir vinnuframlag. Deiluefnið var hvort skattyfirvöldum hefði verið heimilt að ákvarða gjaldanda tekjuviðbót á gjaldárinu 2000, 20.049.947 krónur, vegna hagnaðar er hann hlaut af því að skipta á hlutabréfum í hlutafélaginu Íslenska útvarpsfélagið fyrir jafnháan hlut í hlutafélaginu Norðurljós Niðurstaða málsins var sú að […]