Til endurskoðenda, bókhaldsstofa og viðurkenndra bókara. Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að framlengja síðasta skilafrest á lögaðilaframtölum framtalsársins 2012, vegna rekstrar á árinu 2011 til og með miðvikudagsins 20. september 2012. Frestur þessi er einvörðungu fyrir þá sem atvinnu hafa af framtalsgerð. Þótt formlegum fresti ljúki 20. september 2012 verður leitast við að taka við innsendum framtölum […]
Category: Efni frá RSK
ATH! Fyrirframgreiðslu vaxtabóta vegna jan – mars í ár verður greidd út 1.ágúst nk.
Þann 1. ágúst 2012 er verið að greiða út fyrirframgreiðslu vaxtabóta vegna 1. ársfjórðungs ársins 2012. Þessi útborgun byggir á tekjuárinu 2012 og er til viðbótar við uppgjör álagningar samkvæmt álagningarseðli sem nú var sendur út. Þessar upplýsingar koma ekki fram á álagningarseðlinum, þar sem þar eru einungis upplýsingar er varða tekjuárið 2011.
REGLUGERÐ um breytingu á reglugerð nr. 449/1990
REGLUGERÐ um breytingu á reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, með síðari breytingum . —–Vélar iðnaðarmanna sem notaðar eru á byggingarstað. Sjá nánar hér.
REGLUGERÐ um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.
Í meðfylgjandi REGLUGERÐ nr 622,13.07.sl 2 um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi segir svo í 6.gr (Leturbreytingar og innskot frá S.Har): „Þegar framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis er lokið skal umsækjandi senda iðnaðarráðuneyti bréflega staðfestingu þar að lútandi með beiðni um útborgun endurgreiðslu. Slíkri beiðni skal fylgja: a. Ársreikningur eða árshlutareikningur framleiðslufélagsins sem dagsettur er […]
Dómur. Hérd.Refsimál. North Bygg ehf / Birgir Einarsson. Staðgreiðsluskil.
Meðfylgjandi refsimál má rekja til ábendingar skiptastjóra þrotabús North Bygg ehf til skattrannsóknarstjóra um vanskil á staðgreiðslu þeirri sem félaginu hefði borið að skila vegna starfsmanna þess, alls 15,7 millj.kr. Mál var höfðað eftir ákæru sérstaks saksóknara í mars sl. gegn framkvæmdastjóra félagsins og gerð krafa um refsingu. Framkvæmdastjórinn neitaði sök og taldi það vera […]
LÖG Nr. 69/2012 26. júní 2012 um breytingu á lögum nr. 50/1988,
um virðisaukaskatt, með síðari breytingum (undanþágur, endurgreiðslur o.fl.). Sjá nánar hér.
Skil á afdreginni staðgreiðslu af fjármagnstekjum.Orðsending rsk þar um.
Sjá nánar hér
Lög (Lokatexti) um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (undanþágur, endurgreiðsluro.fl)
Lög um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum (undanþágur, endurgreiðslur o.fl.). ________ 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna: a. Í stað orðanna „sem opinber aðili hefur einkaleyfi á, samkvæmt póstlögum, nr. 33/1986“ í 7. tölul. 3. mgr. kemur: sem íslenska ríkið hefur einkarétt á samkvæmt lögum um póstþjónustu, […]
LÖG Nr. 53/2012 20. júní 2012 um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna styrkja úr sjóði er fjárm
Nr. 53 20. júní 2012 LÖG um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins. FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu: 1. gr. Tilgangur. Tilgangur laga þessara er að uppfylla þær skyldur sem íslenska ríkið […]
Skattatíðindi Tölublað 52 | Júní 2012
Í skattatíðindum er sem fyrr farið yfir það helsta á döfinni í skatta- og skattatengdum málefnum. Meðal þess eru áhugaverðir dómar, tveir dómar Hæstaréttar þar sem skorið er úr ágreiningi í svokölluðum gengislánamálum og dómur héraðsdóms Reykjavíkur um ágreining sem fjallað var um í fjölmiðlum undir heitinu ?öfugur samruni í kjölfar skuldsettrar yfirtöku”. Dómar [http://www.kpmg.com/IS/is/utgefidefni/greinar-og-utgefid/skattatidindi/skattatidindi-52-tbl/Pages/domar.aspx] […]