139. löggjafarþing 2010–2011.Þskj. 444 — 354. mál. Fyrirspurn til fjármálaráðherra um frjáls félagasamtök, skattgreiðslur og styrki. Frá Eygló Harðardóttur. 1. Hversu mikið greiddu frjáls félagasamtök í erfðafjárskatt, fjármagnstekjuskatt og innskatt á aðföng á tímabilinu 1999–2009? 2. Hversu mikið fengu frjáls félagasamtök í styrki frá ríkinu á sama tímabili, skipt eftir ráðuneytum/málaflokkum? Skriflegt svar óskast.
Category: Efni frá RSK
Svar fjármálaráðherra við fyrirspurnum fjölda opinberra starfsmanna síðustu þrjú ár.
Sjá svar hér.
Tekjur ríkissjóðs 2009. Álagning og innheimta skatta. Skýrsla ríkisendurskoðunar þar um.
Meðfylgjandi er skýrsla ríkisendurskoðunar vegna ríkisreikningsins fyrir árið 2009. Fjallar 3.kafli skýrslunnar um skatta. Eru þar rakin ýmis atriði . Athygli vekur m.a. að fram kemur að um fimmtungur tekna ríkisins af virðisaukaskatti árið 2009 hafi byggst á áætlunum sem gerðar eru ef framteljandi skilar ekki skýrslu. Sjá skýrslu hér.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald….. Framlenging núverandi.
Sjá frumvarp hér.
Dómur. Refsimál. Hafþór Sigtryggsson.
D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember í máli nr. S-708/2010: Ákæruvaldið (Einar Tryggvason aðstoðarsaksóknari) gegn Hafþóri Sigtryggssyni Ár 2010, þriðjudaginn 30. nóvember, er á dómþingi héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 708/2010: Ákæruvaldið (Einar Tryggvason) gegn Hafþóri […]
Bréf rsk.Tímamark ákvörðunar skattstofnserfðafjárskatts – óskipt bú
Dagsetning Tilvísun 01.12.2010 09/10 Tímamark ákvörðunar skattstofns erfðafjárskatts – óskipt bú Ríkisskattstjóri vísar til fyrirspurnar yðar er barst embættinu þann 21. október s.l. þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því við hvaða tímamark skuli miða ákvörðun skattstofns erfðafjárskatts þegar eftirlifandi maki fær heimild til setu í óskiptu búi. Af fyrirspurninni verður ráðið að tilefni […]
Bréf ríkisskattstjóra. Arður eða laun ?
(Bréf rsk) “Dagsetning Tilvísun 05.11.2010 10-008 Hluti arðs er telst til tekna sem laun Ríkisskattstjóri hefur þann 30. ágúst 2010 móttekið fyrirspurn varðandi þann hluta arðs sem telja ber til tekna sem launatekjur samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Frambornar spurningar og svör ríkisskattstjóra við þeim eru eftirfarandi:„Hvernig/hvar/hvað“ er skattalegt […]
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Stóra haustfrumvarphið meira. (Skatt%, dánarbú, tekjur erlendis frá, nýsköpunarfrádráttur ofl.) Meðfylgjandi er í 58.greinum frumvarp til laga um breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Frumvarpið snertir margar hliða skattamála.Fyrsti hluti frumvarpsins fjallar um breytingar á lögum um tekjuskatt og lögum um […]
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunarsameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2010 o.fl
Fram kemur að markmiðið með tilskipun þeirri sem hér greinir frá, og sem innleiða þarf í íslenskan rétt fyrir júnílok 2011, sé að draga úr stjórnsýslubyrðum í hlutafélögum en á þeim hvíla ýmsar upplýsingaskyldur. Dregið verður er úr þeim skyldum við vissar aðstæður hvað snertir gerð skýrslna og skjala og birtingu þeirra.Umbreytingarnar munu hafa áhrif […]
Frumvarp til laga um úttekt á fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja.
Meðfylgjandi er frumvarp til laga um úttekt á fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Með frumvarpinu er lagt til að efnahags- og viðskiptaráðherra geri rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila yfir nokkurra ára tímabil til að greina greiðsluvanda heimilanna m.a. eftir tekjuhópum, aldurshópum, kyni og fjölskyldugerðum, og meta síðan áhrif af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til […]