Meðfylgjandi er nefndarálit og breytingartillögur vegna fyrirliggjandi frv. til laga um endurskoðendur. Er það um margt athyglisvert. Með hliðsjón af athugasemdum Félags löggiltra endurskoðenda og eftir samráð við fjármálaráðuneytið taldi efnahags- og viðskiptanefndin rétt að í frumvarpið kæmi bráðabirgðaákvæði um stöðu þeirra sem rétt eiga samkvæmt núgildandi lögum til að starfa sem löggiltir endurskoðendur. Einnig […]
RSK – Nefndarálit um frv. til l. um breyt. á l. um ársreikninga.
Nefndarálit um frv. til l. um breyt. á l. um ársreikninga. Sjá 1065
RSK – Virðisaukaskattur yfir landamæri.
Virðisaukaskattur yfir landamæri. OECD vinnur að reglum þar um. Fróðskapur af vef ráðuneytis
RSK Breyting á lögum um tekjuskatt ofl.
Meðfylgjandi eru lög nr 38, 28.maí 2008 um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum sem birt voru í A deild Stjórnartíðinda þann dag. Sjá lög […]
FVB – tíðindi
Félagið gaf nú í annað sinn bókarverðlaun við útskrift framhaldsskóla. Að þessu sinni hlaut Herdis Helga Arnalds, nýútskrifaður stúdent frá Verslunarskóla Íslands, verðlaunin fyrir góðan árangur í bókfærslu. Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir þremur aðskildum námskeiðum fyrir viðurkennda bókara nú á vormánuðum. Námskeiðið Tekjuskattsstofn fyrirtækja var aflýst vegna lélegrar þátttöku og fáir nemendur sóttu námskeiðin Verðmat […]
Faglagnir ehf leita að bókara
Erum að leita að bókara í fullt starf hjá Faglögnum ehf. sem er pípulagningaþjónustufyrirtæki staðsett að Funahöfða 17a. Færsla fjárhagsbókhalds, lánadrottnar og verkbókhald ásamt afstemmingum. Unnið er í DK bókhaldskerfi. Góð vinnuaðstaða í nýlega endurbættu skrifstofuhúsnæði. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Pál Haraldsson fjármála- og skrifstofustjóra í S 578-3031 eða 770-6996.
Samstarfsaðilar
</a />
EGJ Holdings ehf. óskar eftir reyndum bókara
Eignarhaldsfélagið EGJ Holdings ehf. óskar eftir að ráða reyndan bókara í hlutastarf. Um 50-60% starf er að ræða sem unnið er fyrir hádegi. – Nánari lýsing
Vorferð í Viðey aflýst !
Kæru félagsmenn, vegna lítillar þátttöku hefur vorferð í Viðey verið aflýst!
RSK – Dómur. Stjörnublikk
Meðfylgjandi er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. maí 2008 í máli Stjörnublikks ehf. gegn ríkissjóði vegna staðgreiðsluskyldu ofl. Dómurinn felldi úr gildi ákvarðanir skattyfirvalda í málinu. Um var að ræða úrskurð skattstjórans á Reykjanesi um að fyrirtækið ætti að halda eftir staðgreiðslu og standa skil á tryggingargjaldi vegna launa portúgalskra starfsmanna, sem störfuðu þar […]