Beiðni hefur borist frá endurmenntunarnefndinni um að setja upp nýja spurningu á heimsíðunni okkar, og hefur það verið gert: sjá ! Hvaða bókhaldskerfi vinnur þú með?. Svörin á að nota til undirbúnings fyrir efni um fyrirlestra sama dag og aðalfundinn verður. Hugmyndir nefndarmanna eru spennandi og bíðum við hin spennt eftir niðurstöðu, en til þess […]
Frétt – v. fundarins s.l. föstudag !
Fundurinn sl. föstudag gekk mjög vel og mættu tæplega 60 félagsmenn. Gestir voru Jón Heiðar Pálsson frá TMS Maritec sem kynnti fyrirtækið og nýjungar í bókhaldshugbúnaði frá þeim. Meðal annars betri tengingar Microsoft Dynamics Nav við Office hugbúnaðinn en áður hefur verið, en það eykur upplýsingaflæði og skapar þar með betra vinnuumhverfi og streymi upplýsinga […]
Aðalfundur Félags viðurkenndra bókara
Aðalfundur Félags viðurkenndra bókara verður haldinn 10. nóvember 2006. Nánari dagskrá frá endurmenntunarnefnd og stjórn auglýst síðar! Stjórnin
RSK – fréttir af tvísköttunarmálum !
RSK – Fréttir af tvísköttunarmálum sept 2006. Rúmenia, Kýpur,Grikkland, Austurríki, Króatía, Mexíkó, Suður-Kórea og Úkraína, Slóvenía, Búlgaría, Þýskaland, USA ,Indland. Á ýmsum stigum. RSK Sjá frétt
RSK – erindi v. vottorð
Útbúin hafa verið ný eyðublöð vegna umsókna um vottorð. Þau eru á íslensku og ensku og númer þeirra er rsk. 14.10 (íslenska) og 14.11 (enska). Hægt er að finna þau á rsk.is annars vegar undir "Eyðublöð" og hins vegar "International" Þá eru þau á pappír í afgreiðslunni.
Námskeið á næstunni
Hér eru hlekkir á fyrirtæki og skóla sem bjóða upp á ýmis námskeið sem félagsmenn geta fengið endurmenntunarpunkta fyrir: Höfuðborgarsvæðið: Opni háskólinn (Háskólinn í Reykjavík) Endurmenntun Háskóla Íslands Tölvu- og verkfræðiþjónustan Stjórnendaskóli Capacent Landsbyggðin: Símenntun Háskólans á Akureyri Símenntun Viðskiptaháskólans á Bifröst Fjarnám: Fjarkennsla.com Heimanám.is Tölvunám.is
Munið Félagsfundinn í dag kl. 17.30 !!!
Sjá neðar – auglýsingu!
Reikningsskiladagur FLE 22. sept.
Reikningsskiladagur FLE (Félag löggiltra endurskoðenda) verður haldinn föstudaginn 22. september nk. á Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan er "opin" þeim sem áhuga hafa á að sækja hana. Skráning er hafin hér á skrifstofu FLE tölvupóstfang [email protected] sími 568 8118 eða fax 568 8139 Tilkynna þarf: Nafn þátttakanda, síma, starfsstofu, heimilisfang og kennitölu greiðanda. Dagskrá
Félagsfundur 15. sept. n.k.
Föstudaginn 15. september nk. kl.17:30 -19:30 munum við hittast og skemmta okkur saman, minnug þess skv. 4 lið um tilgang félagsins “að vera vettvangur fyrir gagnkvæm kynni félagsmanna”. Fyrirtækið Maritech mun bjóða upp á léttar veitingar (áfengar og óáfengar) og puttamat, en ennfremur munu þeir verða með fyrirtækjakynningu. Einnig mun Helga Jónsdóttir hjá IMG/Capacent koma […]
RU – Símennt – 72 nýnemar að hefja réttindanám
RU-Símennt – 72 nýnemar að hefja réttindanámið í dag, og óskum við þeim góðs gengis á næstu vikum og mánuðum, en munu þeir þá væntalega fylla hóp okkar viðurkenndra bókara við útskrift í janúarmánuði 2007.