Hér er linkur á síðu sem reiknar út hvað skattarnir hækka ef tillögur ríkisstjórnarinnar ganga í gegn: http://www.xd.is/skattar
Category: Fréttir
Febrúarráðstefna FVB
Ákveðið hefur verið að halda hina árlegu febrúarráðstefnu FVB þann 12.febrúar 2010. Takið daginn frá! Dagskrá verður kynnt síðar.
Útreikningur á staðgreiðslu út frá skattþrepum
Hér er sett upp hvernig breytingin, úr núverandi skattkerfi yfir í 3 skattþrep, kæmi út. Forsendurnar eru þær að persónuafsláttur haldist óbreyttur og lífeyrissjóðsframlag er ekki dregið frá skattstofni Sækja skjalið í heild sinni
Glærur af fyrirlestri
Glærurnar af fyrirlestri Sigurjóns Högnasonar, um fyrirhugaðar skattalagabreytingar, eru komnar á innra netið, undir Faglegt efni. Vefstjóri
Fyrirlestur: Nýlegar/tillögur um skattalagabreytingar
N.k. miðvikudag mun félagið standa fyrir fyrirlestri um fyrirhugaðar og/eða samþykktar skattalagabreytingar í sal VR á fyrstu hæð í Húsi verslunarinnar þann 9. Desember 2009 frá kl. 17:00 – 19:00. Gerð verður grein fyrir áhrifum þeirra breytinga sem þegar hafa verið kynntar auk þess sem fjallað verður um þær breytingatillögur sem ekki hafa komið fram en […]
Frumvarp til laga umtekjuöflun ríkisins. Stóra haustfrumvarpið.
Meðfylgjandi er 40. lagagreina frumvarp um tekjuöflun ríkisins. Það var lagt fram aðfaranótt föstudags. Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um tekjuskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og lögum um tryggingagjald,lögum um bindandi álit í skattamálum og lögum um skattlagningu kaupskipaútgerðar. http://www.althingi.is/altext/138/s/0292.html Eftirfarandi atriði […]
Útvarpsgjald lagt á einstaklinga. Brottfluttir og látnir á árinu. Bréf ríkisskattstjóra hér um.
Meðfylgjandi bréf ríkisskattstjóra varðar útvarpsgjald einstaklinga. Í niðurlagi þess segir að álagning útvarpsgjalds sé ekki afmörkuð við þá sem bera ótakmarkaða skattskyldu allt tekjuárið sem næst er á undan álagningarárinu. Það verði því að óbreyttu verða innheimt hjá þeim einstaklingum sem flytja úr landi eða til landsins á tekjuárinu að því gefnu að önnur skilyrði […]
Kynning á C5 bókhaldskerfinu
Þekking hf. er sölu- og þjónustuaðili fyrir C5 bókhaldskerfið. C5 hóf göngu sína á íslenskum markaði í vor, en um er að ræða þrautreynt kerfi frá Microsoft. Í desember verður 2010 útgáfan af C5 gefin út. Af þessu tilefni býður Þekking til kynningar á C5. Staðsetning: Engjateigur 7 (Húsnæði Microsoft Íslands), sjá staðsetningu hér. Tímasetning: […]
Frumvarp til laga umráðstafanir í skattamálum (virðisaukask.,aukatekjur ríkissjóðs,bifreiðagj. og f
Meðfylgjandi er margliðað frumvarp til laga um ráðstafanir í skattamálum. Er það sett fram í samræmi við áform fjárlagafrumvarpsins. Meðal annars er tillaga um að almenna þrepið í virðisaukaskatti fari úr 24,5% í 25% og að í VSK-lögin bætist nýtt þrep fyrir vissar vörur og þjónustu eða 14% virðisaukaskatt. Er lagt til að sala veitingahúsa, […]
Nýtt á www.fvb.is
Komið er nýtt excel skjal undir "Faglegt efni – Skjöl og eyðublöð" á innri vef, þar sem hægt er að reikna út aldur fólks út frá kennitölum. Sjá skjal. Einnig er komið skjal yfir framtalsreiti á RSK 1.04 undir "Faglegt efni – Skjöl og eyðublöð" Lista yfir stofnfélaga FVB og eldri stjórnir og nefndir, má svo finna […]