Sjá Auglýsingu.
Category: Fréttir
Viðskiptapakki TOK
HugurAx býður Félagi viðurkenndra bókara viðskiptapakka TOK endurgjaldslaust. – Fjárhagsbókhald (3500 færslur) – Viðskiptamannabókhald (100 viðskiptavinir) – Sölukerfi (500 sölunótur) – Birgðakerfi (100 vörunúmer) – Lánadrottnakerfi Áhugasömum er bent á að senda inn eftirfarandi upplýsingar á tölvupóstfangið [email protected] með fyrirsögninni viðurkenndur bókari. Fullt nafn Kennitala Heimilisfang Sími Tölvupóstfang 25% afsláttur er veittur af listaverði til […]
Verkefni af Febrúarráðstefnu
Verkefni Lúðvíks um tekjuskattsskuldbindingu er komið á innri vefinn. Innskráning er nauðsynleg til að skoða verkefnið. Eftir innskráningu er valið "Faglegt efni" í notandavalmyndinni og þar birtast hinir ýmsu flokkar. Veljið "Febrúarráðstefna" og svo "Febrúarráðstefna 2009".
Bréf RSK. Arður og duldar arðgreiðslur. Frádráttarheimild félaga. Breytingarlög nr 166/2007.
Meðfylgjandi er almennt bréf ríkisskattstjóra S-NR 001/2009 dagsett 03.02.09 og varðar þrengdar heimildir lögaðila til að draga frá tekjum sínum arðgreiðslur í ljósi breytingar sem gerð var á ákvæðum þar um í lok ársins 2007. Sjá bréf.
RSK – Frumvarp: VSK. Hlutfallendurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna á byggingarstað og við
Meððfylgjandi er frumvarp þar sem lagt er til hlutfall endurgreiðslu virðisaukaskatts til byggjenda íbúðarhúsnæðis vegna vinnu manna á byggingarstað og vegna vinnu við endurbætur eða viðhald íbúðarhúsnæðis verði hækkað úr 60% í 100%. Þessu er ætlað að gilda tímabundið 1. mars 2009 til 1. júlí 2010. Einnig er lagt til að heimilt verði að endurgreiða […]
RSK – Greiðsluaðlögun: Frumvarp til laga um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl.
Meðfylgjandi stjórnarfrumvarpi er ætlað að breyta gjaldþrotalögunum á þann hátt að innleiða nýmæli varðandi úrræði við greiðsluþrot einstaklinga. Við lögin á að bætast bætist nýr kafli: Greiðsluaðlögun, með níu nýjum greinum. Geymir hann ný úrræði skuldara til handa. Sjá stjórnarfrumvarp Samkvæmt frumvarpinu eiga nánar tiltekin gögn að fylgja beiðni skuldarans um heimild til að leita […]
RSK – Þingmál. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn um opinber gjöld banka, stöðugildi og launagrei
Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóns Magnússonar um opinber gjöld, banka, stöðugildi og launagreiðslur. Sjá Svar.
RSK – AUGLÝSING frá ríkisskattstjóra um bústofn til eignar, í skattframtali 2009.
Meðfylgjandi auglýsing frá ríkisskattstjóra um bústofn til eignar, í skattframtali 2009 er dagsett þann 31.des 2008 og fær tölusetningu miðaða við það — en birtist í B – deild Stjórnartíðinda á mánudaginn var, þann 26.janúar 2009. Fjárhæðir hækka lítillega milli ára —- t.d. kýr úr 95 þkr í 99 þkr — en athygli er á […]
Excel fyrir bókara og fólk sem vinnur í fjármálum og bókhaldskerfum
„Viltu læra meira í Excel, að sía út upplýsingar, vinna með gagnagrunna, búa til pivot og nota innbyggð föll !“ Excel námskeið n.k. mánudag kl. 9.00 – 12.00 / kennt mánudaga og miðvikudaga. Kenndir eru fjórir morgnar, samtals 12 kennslustundir = 18 endurmenntunarpunktar !!! Nánari upplýsingar á www.tv.is (undir Excel IIb) eða beint samband við mig: Inga Jóna […]
Febrúarráðstefnan – dagskrá
Komin er dagskrá fyrir Febrúarráðstefnuna. Sjá hér.