Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum . Einnig varðar frumvarpið um brottfall laga um staðfesta samvist . Með frumvarpinu er lagt til að í stað þess að gildandi hjúskaparlög gildi […]
Category: Fréttir
Frumvarp til laga um sanngirnisbætur. (Bætur úr ríkissjóði vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn
Meðfylgjandi er frumvarp til laga um sanngirnisbætur. Fjallar það um bætur úr ríkissjóði vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn. Sá sem vistaður var á stofnun eða heimili samkvæmt nánari skilgreiningu getur krafist sanngirnisbóta enda liggi fyrir skýrsla um viðkomandi heimili og innköllun sýslumanns. Við ákvörðun fjárhæðar sanngirnisbóta skal litið til alvarleika ofbeldis eða illrar meðferðar […]
Dómur. Söluréttarsmningur starfsmanns. Skattlagt sem laun hans.
Meðfylgjandi er dómur héraðsdóms um álitaefni varðandi töku skatts af hlutabréfasamningum starfsmanns við launagreiðanda sinn. Um var að ræða 47 milljónkróna skattstofn. Dómurinn staðfesti niðurstöðu skattyfirvalda þess efni að um launauppbót væri að ræða og því greiddist almennur tekjuskattur af hagnaði af viðskiptum með bréfin. Sjá dóm
LÖG um breytingu á lögum um tekjuskatt (leiðrétting vegna laga um tekjuöflun ríkisins). Lokatexti,
Meðfylgjandi eru lög sem varða leiðréttingar á fyrirliggjandi lögum um tekjuöflun ríkisins nr 128/2009. Lögin hafa enn ekki verið birt úi Stjórnartíðindum en taka gildi þegar við birtinguna. Þessum lögum er ætlað að rétta af vissar misfellur er eiga við um afgreiðslu ívilnunarbeiðna og erinda skv. 65. gr. og 101. gr.Nú verður samfella í málsmeðferðarheimildum […]
Skattatölur 2010
Framtal 2010 (vegna tekna 2009) Skatthlutfall: Tekjusk. 24,1%, Útsvar 11,24%-13,28% (Rvík 13,03%). Meðaltalsútsvar var 13,1% og staðgreiðslu-hlutfall því 37,2%. HÁTEKJUSKATTUR 1.júlí – 31.des.: 8% á tekjuskattsstofn yfir kr. 700.000 á mánuði, kr. 4.200.000 út árið. (Tekjur mínus frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóði). Fjármagnstekjuskattur: 1.jan. – 30.júní: Utan rekstrar 10% af vöxtum, arði, söluhagnaði og leigutekjum. […]
Verkefnalausnir
Tilboð á MindManager til 31. mars Verkefnalausnir í samstarfi við Mindjet bjóða 15% afslátt af eftirfarandi vörum til 31. mars. nk. Tilboð þetta gildir eingöngu um einstaklingsleyfi og gildir ekki fyrir nemendaleyfi né leyfi fyrir opinber fyrirtæki. Uppgefin verð eru með afslætti og virðisauka. Sjá nánar hér MindManager námskeið og kynningarfundir 26. mars MindManager kynningarfundur kl. […]
Vel heppnuð Maritech kynning
Kynning í samstarfi við Maritech var haldin föstudaginn 11. mars 2010 í Veisluturninum Smáranum. Maritech var með kynningu á Microsoft Dynamics NAV lausnum og skiptist það í tvo hluta. Valur Þórarinsson kynnti fyrir okkur fjárhagsskema og bankasamskipti og svo Jón Heiðar með NEMO stjórnendasýn. Á vegum FVB var Páll Jóhannesson lögfræðingur […]
Glærur af fyrirlestri
Glærur af Maritech kynningunni og fyrirlestrinum um félagaform eru komnar undir Faglegt efni
Dómur Hæstaréttar Íslands: íslenska ríkið gegn Impregilo SpA.
Dómur Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 142/2009 – Íslenska ríkið gegn Impregilo SpA. Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 25. febrúar 2010 var íslenska ríkið sýknað af kröfum Impregilo SpA um endurgreiðslu á sköttum sem greiddir höfðu verið af launum erlendra manna sem störfuðu í þágu Impregilo SpA við Kárahnjúkavirkjun á vegum […]
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (bílaleigur)
Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Með frumvarpinu er lagt til ákvæði til bráðabirgða sem heimili bílaleigum að reikna innskatt af kaupverði notaðra fólksbifreiða. Er gert ráð fyrir að þær geti reiknað innskatt sem nemi 20,32% af kaupverði bifreiða sem ætlaðar eru til útleigu. Heimildin skal vera […]