Aðalfundur FVB var haldinn 6.nóvember sl. á Grand Hótel Reykjavík. 64 félagsmenn sátu fundinn og var fundarstjóri Guðmundur B. Ólafsson hrl. Guðveig Jóna, formaður félagsins, las upp skýrslu stjórnar og fór yfir störf sl.árs (sjá skýrslu stjórnar). Þar kom m.a. fram að stjórnin hefði unnið breytingatillögur á lögum félagsins sem og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. […]
Orðabók á NordiskeTax
Góðan dag. Ég vil vekja athygli ykkar á því að á vefsíðunni www.nordisketax.net er að finna orðalista yfir algeng skattaorð, en hér er um að ræða lista með um 150 orðum. Í gær var listinn uppfærður en jafnframt var ensku bætt við. Orðalistinn er því á dönsku, íslensku, norsku, finnsku, sænsku og ensku Tengill beint […]
Skattar og atvinnulífið
Dagana 6. – 30. nóvember mun KPMG standa fyrir röð námskeiða um skattamál. Nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningar og verð má finna á heimasíðu félagsins www.kpmg.is 9. nóvember – Samrunar, skiptingar og slit félaga. Kostir og gallar mismunandi rekstrarforma. 12. nóvember – Skattskuldbindingar, samsköttun og skattaleg meðhöndlun gengismunar. 17. nóvember – Virðisaukaskattur og fjármálafyrirtæki. 19. […]
Dómur. Skuldamál vegna kostnaðar við að færa bókhald og ganga frá ársreikningi og skattaupgjöri.
Meðfylgjandi dómur dagsettur í dag varðar ágreining rekstraraðila og bókara hans um greiðslur fyrir unnið verk. Niðurstaðan var sú að greiða skyldi fyrir verkið samkvæmt reikningi þeim er til innheimtu var. Sjá dóm
Álagning á félög 2009. Upplýsingar þar um.
Meðfylgjandi er upplýsingabæklingur rsk um forsendur og framkvæmd álagningar á lögaðila 2009 vegna rekstrar og starfsemi á árinu 2008. Álagningarskrá var fram lögð í öllum skattumdæmum í dag. Hún verður til sýnis í hverju sveitarfélagi og á skattstofum til og með 13.nóvember nk. Kærufrestur rennur út þann 30.nóvember nk. Álagningar- og innheimtuseðill lögaðila 2009 […]
Lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrritækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins
Meðfylgjandi er endanlegur texti laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. :eins og hann var samþykktur á Alþingi þann 23.okt.sl. Lögin hafa enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum. Við 2.umræðu málsins var áformuð breyting á skattalögum sem sett hafði verið fram af þingnefnd kölluð aftur og kom hún því […]
Reglugerð um breytingu á reglugerð um innskatt — Nauðungarsala, Leiðréttingarskylda fellur niður
Meðfylgjandi er breytingarreglugerð er varðar 2.tölul. 2.málsgr. í innskattsreglugerðinni: + Upphaflegi textinn í reglugerð nr 192/1993 er þessi: "13. gr. það telst breyting á forsendum fyrir frádrætti á innskatti þegar skattaðili naut fulls frádráttarréttar eða frádráttar að hluta þegar eign var keypt eða þegar verk var unnið, en eignin er síðar seld, leigð eða tekin […]
Dómur. Refsimál. Skattalagabrot. Bókhaldsbrot ofl. Eignasalan Stuðlaberg ehf.
Meðfylgjandi er dómur héraðsdóms Reykjavíkur í dag í máli forráðamanns einkahlutafélagsins Eignasölunnar Stuðlabergs. Um var að ræða vanskil á virðisaukaskatti, vöntun á skattframtölum, vanrækslu bókhalds og óheimil lán frá félaginu til forráðamannsins og óframtöldum tekjum af þeim sökum. Niðurstaða dómarans var sú að telja brot forráðamannsins gegn lögum um virðisaukaskatt, gegn lögum um bókhald og […]
Sala mjólkurkvóta. Yfirfærsla hagnaðar. Bréf RSK
Meðfylgjandi bréf ríkisskattstjóra frá 08.10.09 varðar meðferð á hagnaði sem myndast í tengslum við sölu greiðslumarks mjólkur. Álitaefninu um hvort viðbygging við hús sem þegar var nýtt af gjaldanda eða bygging bílskúrs við það hús fullnægði skilyrðum til að lækka mætti stofnverð með yfirfærslu hagnaðarins til lækkunar stofnverðs var svarað neitandi. Sjá bréf
Þingmál: Fyrirspurn um aðsetur embættis ríkisskattstjóra
Fyrirspurn til fjármálaráðherra um aðsetur embættis ríkisskattstjóra. Sjá fyrirspurn